Vonar að stjórnarsamstarfinu sé nú lokið

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vona að þessu stjórn­ar­sam­starfi sé hér með lokið, þessi ákvörðun er ófyr­ir­gef­an­leg í mín­um huga,“ sagði Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness í sam­tali við mbl.is, spurður um hvernig hann brygðist við ákvörðun mat­vælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum.

„Með þess­ari ákvörðun er verið að svipta 120 fé­lags­menn í Verka­lýðsfé­lagi Akra­ness sem störfuðu á síðustu hval­veiðivertíð mikl­um tekj­um, en meðallaun þeirra sem unnu þar fulla vinnu voru tæp­ar tvær millj­ón­ir króna á mánuði í fyrra sem ger­ir sex millj­ón­ir á vertíðinni,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Vil­hjálm­ur seg­ir að fólk hefði gjarn­an tekið sér frí frá sinni vinnu til að starfa á vertíðinni og einnig hefðu fjöl­marg­ir há­skóla­nem­ar unnið í hvaln­um alla vertíðina og þannig kom­ist hjá því að taka náms­lán.

„Nú er verið að svipta þetta fólk mjög góðum tekj­um fimm mín­út­um fyr­ir vertíð,“ sagði Vil­hjálm­ur. Hann nefndi einnig að verks­lýðsfé­lagið hefði leitað til lög­fræðings til að láta kanna rétt­ar­stöðu sinna fé­lags­manna sem unnið hefðu í hvaln­um og hvort ríkið gæti verið bóta­skylt gagn­vart þeim með þess­ari ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra. Hann benti einnig á að bæði Akra­nes­kaupstaður og Hval­fjarðarsveit yrðu af mikl­um út­svar­s­tekj­um vegna þessa og tæp­ast væri mik­il ánægja með þetta mál hjá for­svars­mönn­um sveit­ar­fé­lag­anna.

„Ég trúi því ekki að það sé hægt að haga sér með þess­um hætti. Í mín­um huga þetta er lýðskrum og po­púl­ismi af verstu sort sem þarna er verið að ástunda og er al­ger­lega óboðlegt. Ég trúi því ekki að þessi ákvörðun sé tek­in í sam­ráði við hina rík­is­stjórn­ar­flokk­ana. Hvar end­ar þessi vit­leysa?,“ sagði Vil­hjálm­ur Birg­is­son sem ít­rekaði að hann væri mjög ósátt­ur við þessa ákvörðun ráðherr­ans.

mbl.is