Atvinnu- og heimilislausir á einum degi

Sindri Vestfjörð, starfsmaður Hval hf, segir ákvörðun matvælaráðherra ófyrirgefanlega.
Sindri Vestfjörð, starfsmaður Hval hf, segir ákvörðun matvælaráðherra ófyrirgefanlega. Samsett mynd

Sindri Vest­fjörð, starfsmaður Hvals hf., seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann þekki til sumra sam­starfs­manna sinna sem sitji upp án at­vinnu og án heim­il­is fyr­ir sum­arið eft­ir ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um að stöðva veiði á langreyðum fram til 31. ág­úst.

Eins og greint hef­ur verið frá hef­ur ákvörðun Svandís­ar mætt þó nokk­urri gagn­rýni en Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, sagði til að mynda að ákvörðunin væri ófyr­ir­gef­an­leg og að með þess­ari ákvörðun væri verið að svipta 120 fé­lags­menn í stétt­ar­fé­lag­inu tekj­um. Um 200 manns starfa fyr­ir Hval hf. en þeir eru nú án at­vinnu yfir sum­arið. 

Beygla blaðið og henda út um glugg­ann

Sindri seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta hafi mis­mun­andi áhrif á starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og bend­ir á að ýms­ir sam­starfs­fé­lag­ar hans hafi leigt út heim­ili sín yfir sum­arið fyr­ir vertíðina þar sem starfs­menn eru á starfs­stöðinni yfir allt sum­arið und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum.

„Ég veit um nokkra sem voru bún­ir að segja upp í vinn­unni sinni og vinna upp upp­sagn­ar­frest­inn sinn og fá síðan að vita deg­in­um eft­ir að þeir séu at­vinnu­laus­ir. Þeir voru bún­ir að skella íbúðinni sinni í leigu svo þeir eru hús­næðis­laus­ir líka yfir sum­ar­tím­ann.“

Hann seg­ir að þessi ákvörðun setji allt úr skorðum fyr­ir sig og fjöl­skyldu sína en þau voru búin að ráðstafa sumr­inu með það fyr­ir aug­um að hann myndi vinna fram í sept­em­ber.

„Ég og eig­in­kona mín eig­um tvö börn sam­an og þau eru búin að skipu­leggja allt sem þau ætluðu að gera og bóka ein­hverj­ar ferðir sem að var alltaf gert ráð fyr­ir að þau væru bara þrjú í en núna er bara búið að beygla sam­an blaðið og henda því út um glugg­ann.“

Svandís eigi að aft­ur­kalla ákvörðun­ina eða segja af sér

Hann seg­ir það ófyr­ir­gef­an­legt að ákvörðunin sé tek­in með svo stutt­um fyr­ir­vara og bend­ir á að mat­vælaráðuneytið sé búið að hafa tíu mánuði til að meta stöðuna og taka ákvörðun. Eins og áður hef­ur verið greint frá gerði Mat­væla­stofn­un eft­ir­lits­skýrslu um vel­ferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári.

„Það að gera þetta núna kort­er í vertíð er gjör­sam­lega galið og óskilj­an­legt. Að vera að taka ein­hverja svona póli­tíska ákvörðun á milli flokka rétt áður en vertíðin byrj­ar. Það er mjög lítið verið að hugsa um litla mann­inn í þess­ari ákvörðun.

Þetta eru vinnu­brögð sem ég hélt að væru ekki til. Ég vona að Svandís sjái að sér og aft­ur­kalli þessa ákvörðun eða hrein­lega segi af sér því svona vinnu­brögð eru ólíðandi og ómannúðleg.“

Hélt að það væri verið að ljúga að sér

Að sögn Sindra kom ákvörðunin að óvör­um beint í flasið á starfs­mönn­um í gær sem voru marg­ir mætt­ir á starfs­stöð til að sinna und­ir­bún­ingi fyr­ir vertíðina sem átti að hefjast í dag.

„Menn voru byrjaðir að mæta þarna upp­eft­ir og byrjaðir að vinna að und­ir­bún­ingi og fyr­ir ekki neitt. Ég fékk að vita frá sam­starfs­fé­laga af þess­ari frétt. Ég var al­veg viss um að það væri verið að ljúga að mér. 

Nýbakaður faðir án tekna

Hann seg­ir að um gíf­ur­legt tekjutap sé að ræða fyr­ir fjöl­marga og bend­ir á að laun­in hjá Hval hf. séu mjög góð fyr­ir vinn­una. Nú horfa flest­ir sam­starfs­fé­lag­ar Sindra upp á það að vera tekju­laus­ir út sum­arið. 

Hann tek­ur fram að þetta sé búið að leggj­ast mjög þungt á mann­skap­inn. 

„Ég veit um einn sem er nýbakaður faðir og á nokkra mánaða gam­alt barn. Eins erfitt og það er að fara frá barn­inu á vertíð þá hefði þetta hjálpað hon­um svaka­lega fjár­hags­lega. Nú er nýbakaður faðir sem stend­ur at­vinnu­laus yfir sum­ar­tím­ann.“

mbl.is