Deildar meiningar um hvalveiðar

Flokkur fólksins: Eyjólfur Ármannsson, Inga Sæland og Sigurjón Þórðarson
Flokkur fólksins: Eyjólfur Ármannsson, Inga Sæland og Sigurjón Þórðarson

Deild­ar mein­ing­ar eru um af­stöðu til hval­veiða inn­an Flokks fólks­ins. Formaður­inn, Inga Sæ­land, var nokk­ur af­drátta­laus á þingi í dag að hún væri mót­fall­in hval­veiðum og sagði þær ríma illa við þá hvala­skoðun sem stend­ur til boða á Íslandi.

Ekki mót­falln­ir hval­veiðum

Í sam­tali við mbl.is seg­ir varaþingmaður­inn Sig­ur­jón Þórðar­son, sig ekki vera mót­fall­in hval­veiðum. „Sjálf­ur er ég fiski­maður og þeir sem fást við að af­lífa dýr eiga að gera það fljótt og vel.“ Hann seg­ir flokk­inn al­mennt hafa beitt sér í dýra­vel­ferðar­mál­um og tel­ur að milli sín og Ingu sé ekki ágrein­ing­ur held­ur áherslumun­ur.

Eyj­ólf­ur Ármann­son, odd­viti flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, seg­ist ekki mót­fall­inn hval­veiðum, svo lengi sem þær geti ekki tal­ist dýr­aníð.

Minni­mátt­ar­kennd gagn­vart karla­störf­um

Eyj­ólf­ur bæt­ir við, „þetta er auðvitað gal­in stjórn­sýsla hjá ráðherr­an­um gagn­vart út­gerðinni sem hef­ur heim­ild til hval­veiða. Svo ekki sé talað um sjó­menn­ina og starfs­menn í landi og fjöl­skyld­ur þeirra sem missa lífsviður­væri sitt. Mér skilst að þetta séu hátt í 200 störf, þannig að þetta er mikið högg.  Svona vinnu­brögð ráðherra eiga ekki að sjást og er af­leit stjórn­sýsla sem leiðir hugs­an­lega til skaðabóta­máls fyr­ir dóm­stól­um.“

Sig­ur­jón geng­ur lengra og seg­ir, „þetta mál lykt­ar af embætt­is­hroka. Ég veit ekki hvort það er af ein­hverri minni­mátt­ar­kennd ráðherra af því að um hefðbund­in karla­störf er að ræða.“

mbl.is