Hafi alvarleg áhrif á bæjarbúa

Hvalveiðibann hefur áhrif á afkomu Akraness
Hvalveiðibann hefur áhrif á afkomu Akraness mbl.is/Sigurður Bogi

Bæj­ar­stjórn Akra­ness seg­ir að hval­veiðihlé, sem mat­vælaráðherra setti á með skömm­um fyr­ir­vara í gær, muni hafa al­var­leg áhrif á af­komu bæj­ar­búa.

Bæj­ar­stjórn Akra­ness sendi út harðorða yf­ir­lýs­ingu nú í kvöld

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir meðal ann­ars: „Að stöðva veiðar nú og rann­saka síðan for­send­ur þeirr­ar ákvörðunar er ekki góð stjórn­sýsla og get­ur ekki tal­ist ein­kenn­ast af meðal­hófi. Álit fagráðs um vernd dýra get­ur ekki eitt og sér dugað til að rök­styðja svo af­drifa­ríka ákvörðun sem snert­ir af­komu fjölda heim­ila með bein­um hætti.“

Hef­ur áhrif á þjón­ustu bæj­ar­ins

Ljóst er af yf­ir­lýs­ing­unni að hval­veiðibannið mun snerta rekst­ur kaupstaðar­ins með bein­um hætti.

Akra­nes sér fram hjá töpuðum út­svar­s­tekj­um sem nema tug­millj­ón­um króna. Ákvörðun ráðherra muni því hafa bein áhrif á það hvaða þjón­ustu hægt er að veita bæj­ar­bú­um.

„Bannið var óvænt og kem­ur flatt upp á fjölda Ak­ur­nes­inga sem gerðu ráð fyr­ir at­vinnu og tekj­um á hval­veiðivertíð sum­ars­ins. Um er að ræða skyndi­leg­an at­vinnu- og tekjum­issi fyr­ir fjöl­marga íbúa að ógleymdri af­leiddri starf­semi, en fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem þjón­usta hval­veiðina á einn eða ann­an hátt höfðu gert ráðstaf­an­ir, jafn­vel ráðist í kostnað og voru klár í vertíð,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is