Mætti farðaður á tískusýningu Louis Vuitton

Leikarinn Jared Leto vakti mikla athygli á gyllta dreglinum í …
Leikarinn Jared Leto vakti mikla athygli á gyllta dreglinum í París. AFP

Leikarinn Jared Leto er þekktur fyrir að stela sviðsljósinu á rauða dreglinum enda mikill áhugamaður um tísku og óhræddur að fara sínar eigin leiðir.

Leto lét sig því ekki vanta á tískusýningu Louis Vuitton sem haldin var í Frakklandi á þriðjudag. Leikarinn klæddist öllu hvítu og þar á meðal hvítri kápu sem líkist óneitanlega hótelsloppi.  

Leto stillti sér upp fyrir framan myndavélarnar á gyllta dreglinum, en hann var mættur til þess að fylgjast með frumsýningu á nýjustu herralínu Louis Vuitton, sem er eitt verðmætasta lúxusvörumerki í heimi. Tískusýningin var hluti af Paris Fashion Week sem nú stendur yfir. 

Leikarinn vakti að venju mikla athygli fyrir útlit sitt og klæðnað, en leikarinn var með eldrauðan og gulan augnfarða sem lét skærblá augu leikarans ljóma. 

Á viðburðinum sat Leto við hlið raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, en hún klæddist „pixluðu“ spandex–setti og glærum hælaskóm. Það virtist fara vel með stjörnunum, en þau sáust spjalla fyrir og á meðan sýningunni stóð. 

Forsprakki 30 Seconds to Mars er mikill áhugamaður um tísku.
Forsprakki 30 Seconds to Mars er mikill áhugamaður um tísku. AFP
Kim Kardashian lét sig ekki vanta á viðburðinn.
Kim Kardashian lét sig ekki vanta á viðburðinn. AFP
Jared Leto og Kim Kardashian spjölluðu heilmikið saman fyrir og …
Jared Leto og Kim Kardashian spjölluðu heilmikið saman fyrir og á meðan sýningunni stóð. Skjáskot/Instagram




mbl.is