„Verulega slæmt“ fyrir hátt í 200 fjölskyldur

Stefán Vagn Stefánsson segir bann við veiðum á langreyðu mikið …
Stefán Vagn Stefánsson segir bann við veiðum á langreyðu mikið högg fyrir kjördæmið.

„Þetta kom mér á óvart og ég hafði ekki hug­mynd um að þetta væri í bíg­erð og ég held ég geti talað fyr­ir hönd alla þing­menn kjör­dæm­is­ins og at­vinnu­vega­nefnd líka,“ seg­ir Stefán Vagn Stef­áns­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar og þingmaður Fram­sókn­ar úr Norðvest­ur­kjör­dæmi um ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur. Eins og fram hef­ur komið bannaði hún veiðar á langreyði án sam­ráðs við þingið.  

Hann seg­ir að at­vinnu­vega­nefnd hafi óskað eft­ir sam­tali við Svandísi um ákvörðun­ina og hvað standi að baki henni. Eins að hún út­listi framtíðar­sýn sína í mála­flokkn­um.

Gríðarlegt högg 

Stefán seg­ir að að hann styðji sjálf­bær­ar hval­veiðar þó einnig beri að líta til skýrslu um hval­veiðar.

„En þetta er gríðarlegt högg fyr­ir þetta svæði. Hátt í 200 störf eru ekk­ert smáraæði þegar tekið er til­lit  til fólks og fjöl­skyldna sem eru að baki þess­ari ákvörðun. Maður hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur fyr­ir hönd kjör­dæm­is­ins og þetta er veru­lega slæmt fyr­ir þær fjöl­skyld­ur sem fyr­ir þessu verða. Eins fyr­ir fyr­ir­tækið sem verður fyr­ir þessu,“ seg­ir Stefán.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina