Vilja opinn fund með ráðherra

Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar
Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar

Stefán Vagn Stef­áns­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, tel­ur rík­is­stjórn­ar­sam­starfið ekki vera í hættu vegna hval­veiðibanns mat­vælaráðherra sem var op­in­berað í dag.

Stefán Vagn tek­ur und­ir orð for­manns síns, Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, að vitað var að tek­ist yrði á um ýmis mál í stjórn sem þess­ari, sem skipuð væri svo ólík­um flokk­um.

Sjálf­ur sagðist Stefán Vagn hafa heyrt af bann­inu í fjöl­miðlum í gær og það hafi ekki verið borið und­ir at­vinnu­vega­nefnd. Nefnd­ar­menn hafa í fram­haldi óskað eft­ir fundi með ráðherra til þess að skilja hvaða ástæður liggja þar að baki.

Hann seg­ist ætla að heyra í ráðherra í dag til að festa fund­ar­tíma. Óskað hef­ur verið eft­ir að fund­ur­inn verði op­inn.

Stefán Vagn seg­ist í engri stöðu til að meta skaðabóta­skyldu vegna máls­ins, til þess skorti hann þekk­ingu, en seg­ir þó: „Ef Hval­ur hf. og starfs­menn þess telja að svo sé þá munu þeir leita rétt­ar síns fyr­ir dóm­stól­um og þá mun það koma í ljós hvernig það ligg­ur. Ég hef ekki for­send­ur til að meta það sjálf­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina