Það væsir ekki um TikTok-stjörnuna Brynhildi Gunnlaugsdóttur þessa dagana, en hún er stödd í Króatíu um þessar mundir þar sem hún nýtur veðurblíðunnar til hins ýtrasta.
Brynhildur hefur notið mikilla vinsælda á TikTok þar sem hún er með yfir 1,7 milljónir fylgjenda. TikTok-notendur virðast vera sérlega hrifnir af efninu sem hún deilir á miðlinum og hafa yfir 29,5 milljónir líkað við myndskeið hennar.
Á miðlinum deilir Brynhildur hinum ýmsu myndskeiðum, allt frá æfinga- og förðunarmyndskeiðum yfir í dans- og fótboltamyndskeið.
Af myndum að dæma virðist veðrið í Krótaíu vera heldur sólríkara en veðrið hér á klakanum þessa dagana, en í júní er hitastigið frá 20°C og upp í 27°C. Það er því vel hægt að sleikja sólina þar og bæta á D-vítamín birgðirnar, en það er einmitt það sem Brynhildur hefur gert.
Hún deildi sjóðheitri bikinímynd frá ströndinni á Instagram-reikningi sínum í gær, miðvikudag, en nokkrum dögum áður deildi hún einnig mynd af sér sem virðist tekin að kvöldi. Þar er hún klædd í íþróttabuxur og íþróttabol og virðist alsæl með hitann.