Matvælaráðherra mætir á Akranesfund

Hvalbátarnir eru bundnir við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Hvalbátarnir eru bundnir við bryggju í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur boðað komu sína á op­inn fund Verka­lýðsfé­lags Akra­ness í kvöld, að sögn Vil­hjálms Birg­is­son­ar for­manns fé­lags­ins.

Verka­lýðsfé­lagið boðar fund­inn til að ræða ákvörðun mat­vælaráðherra um stöðvun hval­veiða í sum­ar, en hval­veiðibannið gild­ir til 1. sept­em­ber nk. Fund­ur­inn verður í Gamla kaup­fé­lag­inu og hefst kl. 19.30.

„Það er gríðarleg stemmn­ing fyr­ir fund­in­um og ég á von á að þar verði fullt út úr dyr­um,“ sagði Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is. Svo sem fram hef­ur komið tel­ur Vil­hjálm­ur að tekjutap starfs­manna Hvals hf., sem flest­ir eru fé­lags­menn verka­lýðsfé­lags­ins, verði um 1,2 millj­arðar króna vegna ákvörðunar ráðherr­ans og er þá ótalið tekjutap ým­issa fyr­ir­tækja sem þjón­ustað hafa fyr­ir­tækið á vertíðinni.

Vil­hjálm­ur seg­ir að nokkr­ir alþing­is­menn hafi einnig boðað komu sína á fund­inn, „án þess þó að við hefðum óskað eft­ir staðfest­ingu á komu þeirra,“ sagði hann. Nefndi Vil­hjálm­ur í því sam­bandi þing­menn­ina Stefán Vagn Stef­áns­son, sem er 1. þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, Teit Björn Ein­ars­son og Bergþór Ólason sem einnig eru þing­menn kjör­dæm­is­ins. Þá sagði Vil­hjálm­ur að Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, hefði og boðað komu sína.

Bæj­ar­stjórn­in furðar sig á vinnu­brögðunum

Bæj­ar­stjórn Akra­ness sendi í gær frá sér álykt­un um hval­veiðibannið þar sem fram kom að bæj­ar­stjórn­in furðaði sig á vinnu­brögðum mat­vælaráðherra í mál­inu. Í álykt­un­inni sagði m.a. að bannið hafi komið flatt upp á fjölda Ak­ur­nes­inga sem gert hafi ráð fyr­ir at­vinnu og tekj­um á hval­veiðivertíð sum­ars­ins.

„Um er að ræða skyndi­leg­an at­vinnu- og tekjum­issi fyr­ir fjöl­marga íbúa að ógleymdri af­leiddri starf­semi, en fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem þjón­usta hval­veiðina á einn eða ann­an hátt höfðu gert ráðstaf­an­ir, jafn­vel ráðist í kostnað og voru klár í vertíð. Þá hef­ur ákvörðun ráðherra bein áhrif á út­svar­s­tekj­ur Akra­nes­kaupstaðar og þar með mögu­leika hans til að fjár­magna þjón­ustu við íbúa, en bæj­ar­stjórn áætl­ar að tapaðar út­svar­s­tekj­ur kaupstaðar­ins vegna þessa hlaupi á tug­um millj­óna,“ sagði m.a. í álykt­un­inni.

mbl.is