Ofveiði á makríl heldur áfram í sumar

Íslensk yfirvöld hafa gefið út 129 þúsund tonna makrílkvóta í …
Íslensk yfirvöld hafa gefið út 129 þúsund tonna makrílkvóta í samræmi við tilkall Íslands til 16,4% hlut af heildarafla. Önnur ríki gefa einnig út heimildir á eigin forsendum og stefnir því í ofveiði. mbl.is/Árni Sæberg

Að óbreyttu munu Ísland, Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar, Græn­land, Bret­land og Evr­ópu­sam­bandið út­hluta veiðiheim­ild­um í mak­ríl til sinna upp­sjáv­ar­skipa sem nema sam­an­lagt 976 þúsund tonn­um. Það er um 200 þúsund tonn um­fram ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES), að því er seg­ir í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Þá er ekki tekið til­lit til þess að Rúss­land gæti veitt sín­um skip­um heim­ild til veiða á 109 þúsund tonn­um eða 14% af ráðgjöf­inni eins og und­an­far­in ár.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is

Sam­komu­lag rík­ir milli Íslands, Nor­egs, Bret­lands, Fær­eyja, Græn­lands og Evr­óp­sam­bands­ins um að byggja út­gáfu veiðiheim­ilda á ráðgjöf ICES, en Rúss­ar eru utan sam­komu­lags­ins. Þrátt fyr­ir sam­komu­lag um for­send­ur heild­arafla er ekki til staðar samn­ing­ur um skipt­ingu hlut­deild­ar í mak­ríl­veiðunum.

Fjallað er um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: