Sjálfstæðismenn funda um hvalveiðar síðdegis

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í dag.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­menn halda þing­flokks­fund síðdeg­is í dag til að ræða bann við veiðum á langreyðum í sum­ar.

Eins og fram hef­ur komið bannaði Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra veiðarn­ar. Eru deild­ar mein­ing­ar um málið í rík­is­stjórn­inni. 

Þá munu Fram­sókn­ar­menn bíða þar til fundi í at­vinnu­vega­nefnd lýk­ur á morg­un áður en þeir ráða ráðum sín­um, að sögn Ingi­bjarg­ar Isak­sen. for­manns þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. 

„Við erum í þéttu sam­tali, þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, eins og við erum alltaf,“ seg­ir Ingi­björg. 

mbl.is