Friðgeir Bergsteinsson ljósmyndari elskar ríka og fræga fólkið. Hann hefur stundað það í mörg ár að fá mynd af sér með fræga fólkinu þegar það verður á vegi hans. Hann datt í lukkupottinn í gær þegar hann rakst á sjálfa Heidi Klum, ofurfyrirsætu, viðskiptakonu og sjónvarpsstjörnu Feneyjum á Ítalíu. Þau hittust á aðaltorginu og hefði hann líklega ekki fattað að þetta væri hún á ferð ef hópur af ungmennum hefði ekki hópast í kringum hana.
Friðgeir sagði í samtali við mbl.is að það hafi verið gaman að hitta hana og það hafi ekki verið annað hægt en að taka mynd.
Sjálfur er hann í fríi í Feneyjum og segir að Klum hafi verið í sömu erindagjörðum. Á Instagram-síðu Heidi Klum má sjá myndskeið af henni sjálfri þar sem hún þeysist á mótorbát um Feneyjar milli þess sem hún skoðar heimsfræg listaverk.
Hægt er að skoða myndskeiðin HÉR.