„Nú get ég ekki borgað leiguna“

Systkinin Gísli Freyr og Svandís Veiga Björnsbörn létu sig ekki …
Systkinin Gísli Freyr og Svandís Veiga Björnsbörn létu sig ekki vanta á fundinn í kvöld. mbl.is/Mist

Fjöldi fólks var sam­an­kom­inn í Gamla Kaup­fé­lag­inu á Akra­nesi á fimmtu­dags­kvöld þar sem fram fór op­inn fund­ur Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

mbl.is náði tali af nokkr­um þeirra sem sóttu fund­inn, en skipt­ar skoðanir eru um hval­veiðihléið sem tók gildi fyrr í vik­unni. 

Ekki sofið al­menni­lega í vik­unni

Gísli Freyr Björns­son er ung­ur maður sem hugðist vinna í kjöt­hús­inu hjá Hval í sum­ar. Hann seg­ist vera ennþá að melta frétt­irn­ar sem hafi komið hon­um opna skjöldu. 

„Ég sat við tölv­una að spila með fé­lög­um mín­um þegar ég fékk skila­boð frá vin­konu minni á Discord með frétt­un­um. Ég hef ekki sofið al­menni­lega síðan við heyrðum af þessu,“ seg­ir Gísli sem hann batt mikl­ar von­ir við vinn­una hjá Hval þar sem hún hent­ar hon­um sér­stak­lega vel. 

„Ég er ein­hverf­ur og ég get ekki unnið sum störf. Það hjálp­ar mér að vera í rútínu og vinna með sama fólk­inu,“ seg­ir Gísli og bæt­ir við að frétt­irn­ar hafi valdið hon­um tals­verðum fjár­hags­á­hyggj­um. 

„Nú get ég ekki borgað leig­una,“ seg­ir Gísli. „Ég á ekki krónu vegna þess að ég var búin að eyða af­gang­in­um af pen­ingn­um mín­um í að gera mig til­bú­inn fyr­ir vertíðina.“

Svandís Veiga, syst­ir Gísla, tek­ur und­ir með bróður sín­um og seg­ir mat­vælaráðherra ekki hafa tekið mið af þeim áhrif­um sem hval­veiðihléið myndi koma til með að hafa á fólkið sem nú sit­ur eft­ir at­vinnu­laust. 

„Hún hugsaði ekki nóg út í allt starfs­fólkið sem er að vinna þarna og vinn­una sem er verið að taka af því,“ seg­ir Svandís. 

„Þetta eru líka spen­dýr“

Ragn­heiður Þorgríms­dótt­ir, bóndi og stjórn­sýslu­fræðing­ur, seg­ist finna til fyllstu samúðar með því fólki sem misst hef­ur vinn­una í kjöl­far hval­veiðihlés­ins. Hún seg­ir að stjórn­völd beri ekki ein ábyrgðina, held­ur hvíli ábyrgðin einnig á herðum Hvals hf. og Kristjáns Lofts­son­ar. 

„Kristján Lofts­son vissi al­veg að hann væri á gráu svæði þarna og að hann yrði að gera eitt­hvað. En hann hef­ur ekk­ert verið að laga það sem átti að laga. Það var búið að kvarta und­an um­gengni á vinnslu­svæðinu, við sjó­inn í kring og und­an þeim aðferðum sem not­ast var við til þess að drepa dýr­in en hann var ekki bú­inn að taka á þessu,“ seg­ir Ragn­heiðar. 

Hún er þó feg­in hval­veiðihlé­inu og seg­ir mikla mann­vonsku liggja að baki því að rétt­læta þá meðferð sem hval­ir þurfa að sæta. 

„Þetta er ekki boðlegt,“ seg­ir Ragn­heiður. „Mynd­um við vilja láta slátra heim­il­is­hund­in­um okk­ar á þenn­an máta, eða hest­in­um? Þetta eru líka spen­dýr.“ 

„Ég er tekju­laus“

Skaga­menn­irn­ir Jó­hann Úlfar Thorodd­sen, Guðjón Jó­hann­es­son og Jón Mýr­dal höfðu all­ir hugsað sér að vinna við hval­veiði í sum­ar. Þeir segja hval­veiðihléið hafa komið flatt upp á sig og eru afar ósátt­ir við hvernig staðið var að ákv­arðana­tök­unni. 

Skagamennirnir Jóhann Úlfar Thoroddsen, Guðjón Jóhannesson og Jón Mýrdal áttu …
Skaga­menn­irn­ir Jó­hann Úlfar Thorodd­sen, Guðjón Jó­hann­es­son og Jón Mýr­dal áttu ekki von á því að missa vinn­una í sum­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Ég er bara at­vinnu­laus núna og veit ekk­ert hvað ég á að gera í sum­ar. Ég er tekju­laus,“ seg­ir Jón. „Þessi ákvörðun hef­ur slæm áhrif bæj­ar­fé­lagið í heild sinni og alla sem búa bæði á Akra­nesi og í Hval­fjarðarsveit.“

Guðjón og Jó­hann taka í sama streng og segja að núna bíði sín bæði mik­il óvissa og tekjutap í sum­ar. 

Fékk frétt­irn­ar í rækt­inni

„Ég var bara í rækt­inni, við erum með spjall strák­arn­ir í hvaln­um og við feng­um þetta bara inn á það spjall,“ seg­ir Kjal­ar Ólafs­son, starfsmaður Hvals. 

Kjalar Ólafsson hafði hugsað sér að starfa við hvalveiðar í …
Kjal­ar Ólafs­son hafði hugsað sér að starfa við hval­veiðar í sum­ar. mbl.is/​Mist

Kjal­ar batt mikl­ar von­ir við vinn­una í Hval í sum­ar en hann hafði ein­mitt ný­lokið við að fjár­festa í bíl sér­stak­lega fyr­ir vertíðina. Frétt­irn­ar eru mikið áfall fyr­ir hann og þá sem næst hon­um standa, en hann seg­ir fjöl­skyldu sína hafa lengi unnið við hval­veiðar.  

„Mín fjöl­skylda er búin að vinna við hval­veiðar alla tíð. Þetta er góð vinna, góðar tekj­ur, sér­stak­lega fyr­ir fólk með fjöl­skyldu,“ seg­ir Kjal­ar sem er veru­lega ósátt­ur við ákvörðun mat­vælaráðherra. 

mbl.is