Telur strandveiðum of naumt skammtað

„Best væri að festa ákveðna daga í mánuði og taka …
„Best væri að festa ákveðna daga í mánuði og taka út stöðvunarheimild Fiskistofu. Það myndi jafna leikinn hringinn í kringum landið,“ segir Kjartan Páll Sveinsson hjá Strandveiðifélagi Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði mætti stækka þann pott sem tek­inn hef­ur verið frá fyr­ir strand­veiðar og eins gera regl­urn­ar sveigj­an­legri. Þetta sagði Kjart­an Páll Sveins­son formaður Strand­veiðifé­lags Íslands í viðtali í viðtai í 200 míl­um.

„Við lít­um ekki bara á okk­ur sem hags­muna­sam­tök, held­ur sem mann­rétt­inda­sam­tök og höf­um það að leiðarljósi í starf­inu að berj­ast fyr­ir þeim sjálf­sagða rétti Íslend­inga að nýta auðlind­ir hafs­ins,“ út­skýr­ir hann.

Grund­vall­ast bar­átta fé­lags­ins á fræg­um úr­sk­urði mann­rétt­inda­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna þar sem lagt var út frá rétti fólks til að velja sér bú­setu og at­vinnu, og þannig ákv­arðað að ekki mætti meina ein­stak­ling­um að hafa í sig og á með fisk­veiðum. „Í kjöl­farið var strand­veiðikerf­inu komið á, en það kom fljótt í ljós að kerfið var ekki galla­laust og að strand­veiðimönn­um hafði verið sniðinn of þröng­ur stakk­ur. Enda komst mann­rétt­inda­nefnd­in síðar að því að ís­lenska ríkið hefði ekki upp­fyllt skyld­ur sín­ar nægi­lega vel með þessu kerfi,“ seg­ir Kjart­an.

„Gild­ir það enn þann dag í dag að of naumt er skammtað í þann pott sem tek­inn er frá fyr­ir strand­veiðar, og regl­ur um veiðitíma og há­marks­afla í hverj­um túr þannig gerðar að það er ekki minnsti mögu­leiki að hafa strand­veiðar sem at­vinnu á árs­grund­velli.“

Lesa má viðtalið við Kjart­an Pál í heild sinni í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: