Eftirlit fæst ekki aukið með hefðbundnum hætti

Ögmundur H. Knútsson segir mikilvægt að horfast í augu við …
Ögmundur H. Knútsson segir mikilvægt að horfast í augu við að ekki verður hægt að bæta eftirlit öðruvísi en með því að nýta tæknilausnir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ögmund­ur H. Knúts­son tók við starfi fiski­stofu­stjóra 1. maí 2020 á mikl­um um­brota­tím­um. Hafði Fiski­stofu ný­lega verið gert að flytja höfuðstöðvar sín­ar frá Hafnar­f­irði til Ak­ur­eyr­ar og ári fyrr hafði Rík­is­end­ur­skoðun gert mikl­ar at­huga­semd­ir við starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Ögmund­ur tel­ur mik­il­vægt að horft verði til nýrra lausna í eft­ir­liti með sjáv­ar­út­veg­in­um, sagði hann í viðtali í síðasta blaði 200 mílna.

„Það var orðið al­veg ljóst að stofn­un­in var í mik­illi tækniskuld. Fiski­stofa var á síðasta ári að fagna 30 ára starfsaf­mæli, stofnuð 1992 þegar sam­einuð voru verk­efni úr þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti, veiðieft­ir­liti, Fiski­fé­lagi Íslands, Haf­rann­sókna­stofn­un og Rík­is­mati sjáv­ar­af­urða. Frá þess­um tíma sem fram­selj­an­leg­ur kvóti er tek­inn upp í kring­um 1991-1992 hef­ur verið rosa­lega hröð þróun í at­vinnu­grein­inni sem Fiski­stofu hef­ur að mínu viti ekki tek­ist að fylgja eft­ir.“

Allt hafi verið lagt í söl­urn­ar til að ná að vinna upp tækniskuld­ina og var skoðuð notk­un dróna­eft­ir­lits sem síðan var keyrt á af full­um krafti frá janú­ar 2021. „Við höf­um verið að vinna mjög mark­visst í að vinna upp þá skuld. Setja fókus­inn á sjálf­virkni, nýta tækn­ina og byggja upp okk­ar innri kerfi. Þetta hef­ur gengið mjög vel,“ seg­ir Ögmund­ur.

Vill ganga lengra

Meira skal til ef duga skal, en Rík­is­end­ur­skoðun birti eft­ir viðtalið eft­ir­fylgniút­tekt þar sem stofn­un­in sagði Fiski­stofu ekki hafa náð að gera þær úr­bæt­ur sem bent var á í út­tekt stofn­un­ar­inn­ar.

Ögmund­ur tel­ur ljóst að ein­ung­is fleiri eft­ir­lits­menn geti ekki skilað nægi­legri þekju til að upp­fylla kröf­ur sem gerðar eru til eft­ir­lits Fiski­stofu.

Um miðjan maí hófst eft­ir­lit í til­rauna­skyni með mynda­vél­um í sam­starfi við tvö fyr­ir­tæki og kveðst Ögmund­ur binda von­ir við að það skili þekk­ingu sem stutt get­ur við öfl­ugra eft­ir­lit, en það er samt eng­inn enda­punkt­ur að mati hans.

„Ég hefði viljað sjá að við fær­um með þetta enn lengra og að horft væri til þess hvernig væri hægt að þróa sjálf­virkt eft­ir­lit og gæðakerfi þar sem við gæt­um sannað um­gengn­ina frá því að fisk­ur­inn kem­ur í veiðarfæri, s.s. að það sé ekk­ert óeðilegt í gangi, ekk­ert brott­kast, ekki sé að koma ólög­leg­ur fisk­ur inn í virðiskeðjuna. Hér er átt við gæðakerfi sem fyr­ir­tæk­in myndu sjálf inn­leiða og það væri eft­ir­lits­ins að votta þessi gæðakerfi. Þannig yrði þetta bara hluti af fram­leiðslu­ferl­inu.“

Lesa má viðtalið í heild sinni í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: