Brennanlegur úrgangur verður fluttur til Svíþjóðar

Er útflutningur á brennanlegum úrgangi hefst mun urðun í Álfsnesi …
Er útflutningur á brennanlegum úrgangi hefst mun urðun í Álfsnesi dragast saman um 65% á ári miðað við árið 2022. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Sorpu hef­ur falið fram­kvæmda­stjóra að ganga til samn­inga við Stena Recycl­ing AB um mót­töku á brenn­an­leg­um úr­gangi frá höfuðborg­ar­svæðinu til brennslu í Svíþjóð. Stefnt er að því að hefja út­flutn­ing á úr­gang­in­um á haust­mánuðum.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sorpu en með þessu verður ís­lensk­ur úr­gang­ur nýtt­ur til orku­fram­leiðslu í Svíþjóð í stað þess að hann sé urðaður á Íslandi.

Gert er ráð fyr­ir að flytja út 43.000 tonn af brenn­an­leg­um úr­gangi ár­lega til brennslu.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að til­boð Stena var um 35% und­ir kostnaðaráætl­un Sorpu fyr­ir útboðið.

Er út­flutn­ing­ur á brenn­an­leg­um úr­gangi hefst mun urðun í Álfs­nesi drag­ast sam­an um 65% á ári miðað við árið 2022.

„Með út­flutn­ingi verður dregið veru­lega úr urðun á landsvísu og nei­kvæðum áhrif­um urðun­arstaðar á nær­liggj­andi byggðir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is