Óljóst er, að mati Teits Björns Einarssonar alþingismanns, með hvaða hætti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sinnti rannsóknarskyldum sínum og gekk úr skugga um lögmæti ákvörðunar sinnar í aðdraganda þess að hún setti reglugerð um stöðvun hvalveiða í sumar.
Ráðherrann virðist ekki hafa látið fara fram mat á áhrifum ákvörðunarinnar á starfsfólkið sem missir atvinnu sína og tekjur, sem og tengda og afleidda starfsemi.
Þá telur hann sýnt að ráðherra geti ekki borið fyrir sig að hún hafi litið til stjórnskipulegrar meðalhófsreglu, þar sem henni var ekki ljóst hver áhrifin af hinni íþyngjandi ákvörðun eru.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.