Vonar að bannið verði endurskoðað í ljósi álitsins

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta staðfest­ir það sem að við höfðum sagt frá upp­hafi,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), í sam­tali við mbl.is um niður­stöðu lög­fræðiálits sem sam­tök­in létu vinna vegna ákvörðunar mat­vælaráðherra að banna tíma­bundið veiðar á langreyðum. 

„Það hnigu öll rök að því að ákvörðunin væri ólög­mæt,“ seg­ir hún en í áliti LEX lög­mannstofu seg­ir að ákvörðunin hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægj­an­lega traust­um grund­velli. 

Heiðrún seg­ir að SFS vænti þess að Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra bregðist við álit­inu. 

Hafa ekki fengið gögn­in af­hent 

SFS óskaði eft­ir að fá af­hent gögn og álit sem lægju til grund­vall­ar ákvörðun­ar­inn­ar fyr­ir viku síðan. Svör hafa enn ekki borist.

„Þó að maður hefði haldið að gögn­in væru ekki mörg og auðvelt væri að af­henda þau al­menn­ingi og hagaðilum, en það stend­ur á því.“

Heiðrún seg­ist vona að lög­fræðiálitið verði inn­legg í umræðu og fram­hald þessa máls. 

Rök­rétt að nýta sér skaðabóta­rétt

Í álit­inu er ekki fjallað um hverj­ar kunni vera laga­leg­ar af­leiðing­ar þess að stjórn­sýsla ráðherr­ans sam­ræm­is ekki lög. Þó seg­ir að Hval­ur hf. og starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins kunni að eiga skaðabóta­rétt á hend­ur ís­lenska rík­inu. 

Heiðrún seg­ir það vera rök­rétt skref að fyr­ir­tækið nýti sér þann rétt og að málið farið fyr­ir dóm­stól­um. 

„Maður von­ar þó að það sé enn vilji til þess að end­ur­skoða þá ákvörðun sem tek­in var.“

mbl.is