Matvælaráðherrann svarar engu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hafa eng­in svör borist, sem er að mín­um dómi mjög ámæl­is­vert miðað við þá miklu hags­muni sem starfs­menn­irn­ir eiga í þessu máli,“ sagði Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Fé­lagið sendi mat­vælaráðherra bréf 22. júní sl. þar sem þess var kraf­ist að ákvörðun um tíma­bundna stöðvun hval­veiða yrði aft­ur­kölluð. Ef ekki, krefðist fé­lagið þess að mat­vælaráðherra gripi til aðgerða til að bæta fjár­hagstjón fé­lags­manna verka­lýðsfé­lags­ins. Ráðherra var gef­inn frest­ur til sl. mánu­dags til þess að svara fram­an­greind­um kröf­um fé­lags­ins. Er­ind­inu hef­ur ekki verið svarað.

Spurður um næstu skref og viðbrögð af hálfu verka­lýðsfé­lags­ins, svaraði Vil­hjálm­ur því til að þau væru í skoðun hjá lög­manni fé­lags­ins. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: