Kolefnisfótspor ólympíuvallar kortlagt

Edwin Roald.
Edwin Roald. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska fyr­ir­tækið Car­bon Par hef­ur und­an­farið gert kol­efn­ismæl­ing­ar á golf­vell­in­um Le Golf Nati­onal í ná­grenni Par­ís­ar, höfuðborg­ar Frakk­lands, þar sem spilað verður á Ólymp­íu­leik­un­um á næsta ári. Einnig var spilað á vell­in­um í Ryder-keppn­inni frægu árið 2018.

„Það væri mjög gam­an fyr­ir okk­ur og golf­hreyf­ing­una ef hægt væri að tala um að mögu­lega væri þetta fyrsti keppn­is­vett­vang­ur ólymp­íu­grein­ar þar sem búið er að mæla hvert kol­efn­is­fót­sporið er,“ seg­ir Edw­in Roald Rögn­valds­son golf­valla­hönnuður sem setti fyr­ir­tækið á lagg­irn­ar árið 2019.

Spurður seg­ir hann sam­starfið við völl­inn vera mik­inn heiður fyr­ir fyr­ir­tækið. „Það er mjög þýðing­ar­mikið, ekki bara fyr­ir okk­ar fram­gang held­ur ekki síður og jafn­vel miklu frem­ur, að vekja golf­heim­inn til vit­und­ar um þessi mál,“ seg­ir Edw­in Roald.

Enski golfarinn Tommy Fleetwood fagnar sigri evrópska liðsins á 42. …
Enski golfar­inn Tommy Fleetwood fagn­ar sigri evr­ópska liðsins á 42. Ryder-keppn­inni í golfi á Le Golf Nati­onal-vell­in­um í ná­grenni Par­ís­ar árið 2018. AFP

Hann von­ar að hægt verði að tengja verk­efnið „kröft­ug­lega“ við Ólymp­íu­leik­ana í því skyni að vekja aukna at­hygli á tengsl­um golf­valla og lofts­lags­mála. Verk­efn­inu lýk­ur í haust og verður skýrsla gef­in út í kjöl­farið.

Á vefsíðu Car­bon Par kem­ur fram að fyr­ir­tækið mæli kol­efni fyr­ir land­eig­end­ur. „Mæl­ing­arn­ar, sem gerðar eru fyr­ir og eft­ir til­tekn­ar aðgerðir til að bregðast við lofts­lags­vánni, eru for­senda þess að sanna megi ár­ang­ur þeirra, t.d. sam­drátt í los­un með end­ur­heimt vot­lend­is eða kol­efn­is­bind­ingu með skóg­rækt,“ seg­ir á síðunni.

„Golf­vell­ir hafa reynst okk­ur lær­dóms­rík­ir, enda eru land­gerðir þeirra nær óend­an­lega fjöl­breytt­ar. Tækni og aðferðir, m.a. við söfn­un og grein­ingu jarðvegs­sýna sem Car­bon Par hef­ur þróað á golf­völl­um, má nú yf­ir­færa hvert á land sem er,“ seg­ir þar einnig.

Golfvöllurinn í Brautarholti, sem Edwin hannaði, hefur vakið athygli út …
Golf­völl­ur­inn í Braut­ar­holti, sem Edw­in hannaði, hef­ur vakið at­hygli út fyr­ir land­stein­ana. Ljós­mynd/​Edw­in Roald

Car­bon Par varð til út frá rann­sókn­ar­verk­efni sem Edw­in setti upp í sam­starfi við Land­búnaðar­há­skól­ann árið 2019. Verk­efnið naut fjár­hags­legs stuðnings frá bæði er­lend­um og inn­lend­um aðilum, þar á meðal Golf­sam­bands Íslands Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands og KPMG. „Það kom fljót­lega í ljós við ákveðna und­ir­bún­ings­vinnu að slegið gras get­ur bundið kol­efni og við ákveðnar aðstæður get­ur það bundið meira kol­efni en óslegið graslendi. Þetta fannst mér mjög áhuga­vert,“ grein­ir Edw­in frá, en á hinn bóg­inn geta fram­ræst­ar mýr­ar losað kol­díoxíð og aðrar gróður­húsaloft­teg­und­ir út í and­rúms­loftið.

Hann ákvað í fram­hald­inu að hefja vinnu við að meta kol­efn­is­stöðu lands­ins sem all­ir golf­vell­ir inn­an Golf­sam­bands Íslands nota, sem eru um 60 tals­ins. Niðurstaðan verður lík­lega kynnt á ársþingi sam­bands­ins í nóv­em­ber.

Upp frá þessu kviknaði áhugi á meðal golf­valla í Skotlandi og Frakklandi sem vildu láta gera sams­kon­ar mæl­ing­ar. Um­hverf­is­rann­sókn­ar­sjóður á veg­um golf­sam­bands Frakk­lands leitaði í kjöl­farið til Edw­ins vegna Le Golf Nati­onal.

12. braut á Le Golf National.
12. braut á Le Golf Nati­onal. Ljós­mynd/​Aðsend

Fljúga aldrei á vell­ina 

Car­bon Par er ný­byrjað að bjóða er­lend­um golf­völl­um ráðgjöf um hvernig þeir geta dregið úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og aukið bind­ingu kol­efn­is. Um sprot­astarf er að ræða, að sögn Edw­ins, sem tek­ur fram að starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins fljúgi aldrei á golf­vell­ina, enda um lofts­lags­verk­efni að ræða. Þess í stað eru notaðir inn­lend­ir og er­lend­ir und­ir­verk­tak­ar, m.a. til að taka sýni. Rann­sókn­ar­stof­ur greina síðan sýn­in. Einnig er not­ast við gögn úr gervi­tungla­mynd­um og frá drón­um.

Golfíþróttin nýtur mikilla vinsælda.
Golfíþrótt­in nýt­ur mik­illa vin­sælda. mbl.is/​Há­kon Páls­son

„Óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur“

Blaðamaður nefn­ir við Edw­in þann fjölda fólks sem flýg­ur á milli landa til að spila golf og ekur einnig lang­ar vega­lend­ir inn­an­lands í sama skyni, sem býr að von­um til slæmt kol­efn­is­fót­spor. Edw­in er vel meðvitaður um þetta og seg­ir að horfa beri á niður­stöðu verk­efn­is Car­bon Par um kol­efn­is­bind­ingu út frá land­nýt­ingu í stærra sam­hengi. Reikna þurfi með los­un frá aðföng­um sem notuð eru og ferðamáta viðskipta­vina.

„Golf­völl­ur­inn væri ekki til ef ekki er gert ráð fyr­ir að fólk kæmi á hann. Það er óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur starf­sem­inn­ar. Þá er stóra spurn­ing­in sú, eru til ein­hverj­ir golf­vell­ir sem eiga raun­hæfa mögu­leika á að vera kol­efn­is­hlut­laus­ir án þess að þurfa að borga fyr­ir jöfn­un­ar­ein­ing­ar ann­ars staðar?“ spyr hann og held­ur áfram: „Eru til golf­vell­ir sem ým­ist binda nægi­lega mikið kol­efni á sín­um svæðum eða hafa mögu­leika á að stöðva los­un með end­ur­heimt vot­lend­is sem nem­ur los­un­inni frá starf­semi þeirra?“

Edw­in seg­ir að með skýrsl­unni sem verður kynnt á ársþingi GSÍ vill fyr­ir­tækið setja niður­stöður verk­efn­is­ins í þetta sam­hengi. Spurður seg­ir hann jafn­framt að for­svars­menn ís­lenskra golf­valla séu ekki byrjaðir að kaupa kol­efnisein­ing­ar.

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórs­höfn í Fær­eyj­um. mbl.is

Hannaði fyrsta al­vöru golf­völl Fær­eyja

Edw­in hef­ur á löng­um ferli sín­um hannað frá grunni Braut­ar­holtsvöll, Hauka­dalsvöll við Geysi og Sigló Golf á Sigluf­irði. Einnig hannaði hann fyrsta al­vöru golf­völl Fær­eyja í höfuðborg­inni Þórs­höfn. Sá fer í útboð í haust og hefjast fram­kvæmd­ir við fyrsta áfang­ann lík­lega á næsta ári. „Við ger­um okk­ur von­ir um að völl­ur­inn þar verði fyrsti golf­völl­ur­inn í heim­in­um þar sem los­un gróður­húsaloft­teg­unda við gerð hans er mæld frá upp­hafi til enda,“ út­skýr­ir Edw­in.

Á meðal annarra verk­efna hans í gegn­um tíðina eru stækk­an­ir og breyt­ing­ar á ýms­um golf­völl­um, þar á meðal Hlíðar­velli í Mos­fells­bæ og Jaðarsvelli á Ak­ur­eyri. Vinna vegna stækk­un­ar á Svarf­hóls­velli á Sel­fossi er sömu­leiðis í full­um gangi.

Hulda Clara Gestsdóttir á Jaðarsvelli fyrir tveimur árum.
Hulda Cl­ara Gests­dótt­ir á Jaðarsvelli fyr­ir tveim­ur árum. Ljós­mynd/Þ​órir Tryggva­son
mbl.is