Væntir gagna frá ráðherra

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að gagna úr mat­vælaráðuneyti sé að vænta inn­an skamms, sem sýni að frest­un á hval­veiðum sé lög­mæt, byggð á laga­heim­ild og sjálf­stæðu mati Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra. Óskað hef­ur verið eft­ir þeim gögn­um af Alþingi, fjöl­miðlum og hags­munaaðilum, en þau hafa enn ekki borist.

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í at­vinnu­vega­nefnd, er meðal þeirra sem efa lög­mæti ákvörðun­ar­inn­ar og tal­ar um ger­ræði og of­ríki ráðherra í viðtali sem birt er í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag. Er það ekki áhyggju­efni ef stjórn­ar­liðar tala þannig?

„Mat­vælaráðherra fór vel yfir rök­stuðning­inn fyr­ir ákvörðun­inni á fundi í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is í liðinni viku,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Hún áréttaði það mat sitt og álit sam­kvæmt bestu vit­und ráðgjafa að reglu­gerðin væri reist á traust­um laga­grund­velli. Að ráðherra hefði heim­ild til að fresta veiðum í ákveðinn tíma.“

Stenst að gera það fyr­ir­vara­laust?

„Ákvörðunin var tek­in í ljósi af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra og ég fæ sann­ast sagna ekki séð að mat­vælaráðherra hefði getað annað en gripið til taf­ar­lausra ráðstaf­ana eft­ir að hafa fengið það álit í hend­ur.“

Af hverju hef­ur mat­vælaráðherra ekki lagt fram gögn úr ráðuneyt­inu um það?

„Ég er ekki í nokkr­um vafa um að það verður gert og vænti þess inn­an skamms.“

Veik­ir deil­an stjórn­ar­sam­starfið?

„Það á ekki að koma á óvart að þess­ir þrír flokk­ar séu ekki sam­mála um alla hluti eða að upp komi ágrein­ings­efni milli þeirra. Ég held hins veg­ar að það sé styrk­ur þessa rík­is­stjórn­ar­sam­starfs að við get­um rætt hrein­skiln­is­lega um þau okk­ar á milli og leyst úr þeim. Það get­ur gengið mis­vel, en það geng­ur.“ 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina