Kelly Clarkson vissi ekki svarið

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson var gestur í spjallþætti Andy Cohen, Watch What Happen Live, nú á dögunum. Clarkson spilaði hinn vinsæla leik Plead The Fifth, en þar fá stjörnurnar þrjá spurningar og mega einungis sleppa því að svara einni. 

Söngkonan var meðal annars spurð út í þáttinn sem gerði hana að einni stærstu söngstjörnu í heimi, American Idol

„Geturðu nefnt einn sigurvegara úr American Idol frá síðastliðnum fimm árum?“ spurði Cohen söngstjörnuna. „Ó, andskotans,“ sagði söngkonan og hló heldur vandræðalega. Hún muldraði í þónokkurn tíma áður en hún viðurkenndi fyrir Cohen að hún vissi ekki um nafn sigurvegara seríunnar síðustu fimm ára. 

Vinsældir þáttanna hafa dalað mikið á undanförnum árum, en American Idol var einn stærsti raunveruleikaþáttur í heimi frá 2002 til 2016, en þættirnir voru hvað vinsælastir þegar Simon Cowell sat í dómarasætinu. Cowell yfirgaf þættina árið 2010. 

Clarkson var fyrsti sigurvegari raunveruleikakeppninnar árið 2002 og hefur verið farsæl í sínu starfi í gegnum árin. Söngkonan hefur hlotið 16 tilnefningar til Grammy–verðlaunanna, gefið út tíu plötur og sjálf verið dómari í raunveruleikaþættinum The Voice, sem er í dag mun vinsælli en American Idol

Sigurvegarar American Idol síðustu fimm ára eru Iam Tongi, Noah Thompson, Chayce Beckham, Just Sam og Laine Hardy. 

mbl.is

Bloggað um fréttina