Rostungur í beinni

Hægt er að fylgjast með rostungnum í beinni.
Hægt er að fylgjast með rostungnum í beinni. Mynd/Helgi Vagnsson

Hægt er að fylgj­ast með rost­ung­in­um sem ligg­ur í mak­ind­um sín­um á bryggj­unni á Sauðár­króki um þess­ar mund­ir, í beinu streymi. 

Rost­ung­ur­inn virðist hinn ró­leg­asti og hef­ur lítið fært sig síðan í morg­un. 

Anna Bald­vina Vagns­dótt­ir, íbúi á Sauðár­króki, seg­ir mikið að fólki flykkj­ast að bryggj­unni til að fylgj­ast með úr fjar­lægð, en brýn­ir fyr­ir fólki að hafa aðgát í kring um dýrið. 

Get­ur verið snögg­ur ef hon­um er ógnað

Anna fór sjálf fyrr í dag og sagði þá lítið hafa breyst. „Þá var hann al­veg slak­ur, en ekk­ert smá mikið af fólki þarna.“

Kveðst Anna hafa heyrt af því að lög­regla hafi íhugað að loka nær­liggj­andi bryggju, sem að fólk get­ur staðið á og fylgst með dýr­inu. 

„Þegar þú ferð út á þessa bryggju þá kemstu frek­ar ná­lægt hon­um. Ef hann stekk­ur út í þá get­ur hann verið mjög fljót­ur að fara upp á hina bryggj­una, ef hann upp­lif­ir að sér sé ógnað.

Rostungurinn hefur legið í makindum sínum síðan í morgun.
Rost­ung­ur­inn hef­ur legið í mak­ind­um sín­um síðan í morg­un. Mynd/​Helgi Vagns­son



mbl.is