Svandís birtir minnisblaðið

Minnisblað matvælaráðuneytis um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða hefur verið …
Minnisblað matvælaráðuneytis um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða hefur verið birt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mat­vælaráðuneytið hef­ur skilað minn­is­blaði til at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is þar sem gert er grein fyr­ir for­send­um ákvörðunar Svandísi Svavars­dótt­ur mat­væl­ráðherra um tíma­bundna stöðvun á veiðum langreyða.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Minn­is­blaðinu var skilað í fram­haldi op­ins fund­ar ráðherra með at­vinnu­vega­nefnd sem hald­inn var 23. júní en 20. júní setti ráðherra bráðabirgðaákvæði við reglu­gerð um að hval­veiðar myndu ekki hefjast fyrr en 1. sept­em­ber á þessu ári.

Veiðiaðferðirn­ar upp­fylli ekki kröf­ur um vel­ferð dýra

Í minn­is­blaðinu er greint frá því að til­efni reglu­gerðar­inn­ar sé af­drátt­ar­laust niðurstaða sér­fræðinga þess efn­is að nú­ver­andi veiðiaðferðir á langreyðum upp­fylli ekki kröf­ur um vel­ferð dýra. Reglu­gerðin feli í sér væg­asta úrræði sem völ væri á af þessu til­efni til að ná því lög­mæta mark­miði að tryggja vel­ferð dýra við veiðar á langreyðum í sam­ræmi við lög.

Tek­in á skýr­um laga­grund­velli

Einnig kem­ur fram að ákvörðunin sé byggð á mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum um dýra­vel­ferð og sé tek­in á skýr­um laga­grund­velli. Til grund­vall­ar liggi um­fangs­mik­il og ít­ar­leg gögn um vel­ferð dýra við veiðar á langreyðum ásamt mati sér­fræðinga og ráðuneyt­is­ins á þeim.

Aðdrag­anda ákvörðun­ar­inn­ar er þar einnig lýst og greint frá yf­ir­grips­mik­illi út­tekt sem gerð hafði verið á veiðunum á síðastliðnu ári. Er þá ljóst að á öll­um stig­um hafi verið gætt að ganga ekki harðar fram en nauðsyn bæri til hverju sinni.

Skemmsti tím­inn val­inn

Voru það niður­stöður fagráðs að veiðarn­ar væru haldn­ar al­menn­um ann­marka sem nauðsyn­legt væri að bæta úr áður en veiðar hefðust að nýju. Var það metið brýnt að fresta upp­hafi veiðanna tíma­bundið til að fá úr því skorið hvort veiðiaðferðir á langreyðum sem upp­fylla viðmið laga fyr­ir­fynd­ust eða hvort unnt væri að þróa slík­ar aðferðir. Við af­mörk­un á tíma­lengd frest­un­ar­inn­ar væri val­inn skemmsti tími sem tal­inn var raun­hæf­ur til að ná því mark­miði sem að var stefnt.

mbl.is