Tæpur helmingur ánægður með ákvörðun Svandísar

Ekki eru allir sammála um tímabundna stöðvun veiða á langreyðum.
Ekki eru allir sammála um tímabundna stöðvun veiða á langreyðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tæp­ur helm­ing­ur þjóðar­inn­ar er mjög eða frek­ar ánægður með ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra að stöðva veiðar á langreyðum tíma­bundið. Þetta kem­ur fram í könn­un Pró­sent.

Kon­ur sátt­ari en karl­ar

Rúm­ur fjórðung­ur svar­enda seg­ist mjög óánægður með ákvörðun­ina en þriðjung­ur mjög ánægður. Er þá mark­tæk­ur mun­ur á af­stöðu eft­ir kyni, en kon­ur eru ánægðari með ákvörðun­ina en karl­ar. 16% allra svar­enda eru hvorki ánægðir né óánægðir.

Eldra fólk ósátt með ákvörðun­ina

Svar­end­ur 55 ára og eldri eru mark­tækt óánægðari með ákvörðun­ina en þeir sem yngri eru og er mesta ánægj­an með ákvörðun­ina hjá yngsta ald­urs­hópi könn­un­ar­inn­ar, ein­stak­ling­um á aldr­in­um 18 - 24 ára. Í þeim ald­urs­hópi er að vísu einnig hæst hlut­fall hlut­lausra svar­enda, 33%.

Áber­andi mun­ur er á af­stöðu eft­ir fylgi flokka. Mest er óánægj­an hjá þeim sem myndu kjósa Miðflokk­inn og eru þeir mark­tækt óánægðari með ákvörðun­ina en fylgj­end­ur annarra flokka.

Áber­andi mun­ur á af­stöðu fylgj­enda Pírata og annarra flokka

Hlut­fall hlut­lausra er það sama meðal kjós­enda Miðflokks­ins og Pírata, aðeins 5%, en að öðru leyti er afstaða fylgj­enda þess­ara tveggja flokka gjör­ólík. Flest­ir fylgj­enda Pírata eru ánægðir með ákvörðun ráðherra og er merkj­an­leg­ur mun­ur á af­stöðu þeirra og annarra flokka.

Hlut­fall svar­enda sem hvorki eru ánægðir né óánægðir með ákvörðun­ina er hæst meðal fylgj­enda Vinstri grænna, 35%, og er það tals­vert hærra en meðal kjós­enda annarra flokka.

Alls 1.147 Íslend­ing­ar svöruðu könn­un­inni sem fram­kvæmd var dag­ana 22. - 29. júní.

mbl.is