Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir fagna sex ára brúðkaupsafmæli sínu nú um helgina.
Hjónin eru stödd á Orkumótinu sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Jón birti glæsilega mynd af þeim hjónum í Vestmannaeyjahöfn í kvöld.
Jón og Hafdís gengu í hjónaband í Dómkirkjunni á þessum degi árið 2017. Þá áttu þau tvö börn, en síðan hefur fjölskyldan stækkað, en þau eignuðust sitt fjórða barn á síðasta ári.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!