Ásmundur Tryggvason fyrrverandi framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka er sagður fá um 47 milljónir króna vegna starfsloka.
Í umfjöllun Vísis er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að framkvæmdastjórar séu með tólf mánaða uppsagnarfrest.
Þá kemur fram að Ásmundur hafi verið með 3,9 milljónir á mánuði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og 47 milljónir á ársgrundvelli.
Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka sagði starfi sínu lausu aðfaranótt miðvikudags og Ásmundur Tryggvason á laugardag og Atli Rafn Björnsson, yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, í gær.
Starfslokasamningar við stjórnendur bankans hafa ekki verið birtir.