Hjónin Chrissy Teigen og John Legend gistu á dögunum í draumahúsi Barbie í Malibu, Bandaríkjunum. Húsið var nýlega gert upp í tilefni af nýju Barbie kvikmyndinni og er engin annar en Ken sjálfur sem er gestgjafinn.
Teigen deildi fjölskyldufríinu á Instagram-síðu sinni og má þar sjá fjölskylduna alla njóta sín í botn innan sem og utan skærbleikra veggjanna. Fjölskyldan hefur stækkað umtalsvert á stuttum tíma, en þriðja barn þeirra, sem Teigen gekk með, fæddist í janúar síðastliðnum og fjórða barn þeirra, sem staðgöngumóðir gekk með, í júní síðastliðnum.
Aðdáendur Barbie hafa nú tækifæri til að gista á setrinu við sjávarsíðuna í Malibu þökk sé Airbnb. Húsið fór fyrst á leigu árið 2019 en var endurbætt í tilefni kvikmyndarinnar um Barbie, sem verður frumsýnd nú í júlí. Aðeins tvær einstakar gistinætur verða tiltækar, 21. og 22. júlí, en aðdáendur geta sótt um að bóka ókeypis dvöl í húsinu og verður sú fyrsta í boði 17. júlí næstkomandi.