Vökvun golfvalla sóun á vatni

Plöntum var komið fyrir í og við holurnar í mótmælaskyni.
Plöntum var komið fyrir í og við holurnar í mótmælaskyni. AFP/Extinction Rebellion

Aðgerðarsinn­ar í loft­lags­mál­um stífluðu hol­ur á tíu golf­völl­um víðsveg­ar um Spán um helg­ina í mót­mæla­skyni gegn óhóf­legri vatns­notk­un íþrótt­ar­inn­ar á sama tíma og Evr­ópa býr við mikla þurrka. 

Aðgerðarsinn­ar frá Ext­incti­on Re­belli­on (XR) fylltu í hol­urn­ar í skjóli næt­ur í Barcelona, ​​Madríd, Valencia, Baskalandi, Navarra og Bale­aric eyj­unni í Ibiza til að for­dæma „sóun á vatni í ein­um versta þurrk sem Evr­ópa hef­ur orðið fyr­ir".

Í yf­ir­lýs­ingu frá hópn­um seg­ir að það sé ekki hægt að spila golf án vatns. 

„Golf á sér eng­an stað í heim­in­um án vatns,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá hópn­um, sem beit­ir bein­um aðgerðum til að und­ir­strika viðvar­an­ir sín­ar um hætt­una fyr­ir jörðina.

Notuðu sement og plönt­ur 

Sum­ir aðgerðarsinn­ar lokuðu hol­un­um með sementi og skildu eft­ir borða með áletr­un­inni: „Viðvör­un: þurrk­ar! Golf lokað vegna lofts­lags­rétt­læt­is“ á meðan aðrir fylltu hol­urn­ar með plönt­um, sagði XR-hóp­ur­inn. 

„Bara ein hola á golf­velli eyðir meira en 100.000 lítr­um af vatni á dag til að viðhalda flöt­inni í kring,“ sagði XR og vitnaði í töl­ur frá spænsku fé­laga­sam­tök­un­um Ecolog­ists in acti­on.

„Á Spáni eru 437 golf­vell­ir vökvaðir á hverj­um degi,“ sagði þar og full­yrt að vatns­magnið sem notað væri, væri „hærra en íbú­ar Madríd og Barcelona sam­an­lagt, fyr­ir skemmt­un sem varla 0,6 pró­sent íbú­anna njóta".

Aðgerðarsinn­arn­ir for­dæmi „ábyrgðarleysið og tor­tryggn­ina við að láta þessa teg­und af eli­tískri dægra­dvöl halda áfram þegar Spánn þorn­ar upp og dreif­býlið tap­ar millj­ón­um vegna skorts á vatni fyr­ir upp­skeru sína“. 

Sér­fræðing­ar segja að hlut­ar Spán­ar, sem er stærsti út­flytj­andi heims­ins á ólífu­olíu og lyk­ilupp­spretta ávaxta og græn­met­is í Evr­ópu, hafi ekki verið jafn þurr­ir í þúsund ár. Vegna þess að langvar­andi þurrk­ar tæma uppistöðulón upp að helm­ingi eðli­legr­ar getu. 

Lúx­us sem við höf­um ekki efni á 

Sum­arið 2022 var það heit­asta í sögu Evr­ópu, töl­ur frá ESB sýndu að þurrk­arn­ir í álf­unni voru þeir verstu í að minnsta kosti 500 ár.

Í síðustu viku sagði Evr­ópska þurrka­eft­ir­lits­stöðin að 60 pró­sent af yf­ir­ráðasvæði Spán­ar væru á rauðri viðvör­un milli 1.-10. júní vegna skorts á rign­ingu þar sem að í fyrstu hita­bylgju sum­ars­ins fór hita­stigi yfir 44 gráður.

Mót­mæl­in á golf­vell­in­um koma í kjöl­far svipaðra aðgerða und­an­farn­ar vik­ur í Malaga, Sevilla, Al­mer­ia og Cor­doba sem og fyrri aðgerðum í Madríd í októ­ber síðastliðnum, sagði hóp­ur­inn.

Ext­incti­on Re­belli­on hóp­ur­inn sagði aðgerðina vera hluta af röð alþjóðlegra mót­mæla „sem bein­ast að rík­asta 1 pró­sent þjóðar­inn­ar“ í gegn­um golf­velli þeirra, einkaþotur og hágæða bíla til að gera ljóst að „hinir ríku og tóm­stund­astarf þeirra, sem sóa nauðsyn­leg­um auðlind­um, sé lúx­us sem við höf­um ekki efni á“.

Hóp­ur­inn kall­ar því eft­ir „taf­ar­lausri og lýðræðis­lega samþykktri áætl­un um vatns­notk­un, þar sem vökvun golf­valla er tak­mörkuð“.

mbl.is