Áhrifavaldur opnar sig um krabbameinsgreiningu

Youtube-stjarnan Grace Helbig er að berjast við brjóstakrabbamein.
Youtube-stjarnan Grace Helbig er að berjast við brjóstakrabbamein. Skjáskot/Instagram

Banda­ríski áhrifa­vald­ur­inn Grace Hel­big greindi frá því í vik­unni að hún hefði greinst með brjóstakrabba­mein. Enn er óljóst hvenær Hel­big hef­ur meðferð, en lækn­ar segja lík­legt að hún muni ná full­um bata.

„Þetta kall­ast triple–positve brjóstakrabba­mein. All­ir þeir lækn­ar og heil­brigðis­starfs­menn sem hafa ein­hverja vitn­eskju um þessa teg­und krabba­meins hafa sagt það auðlækn­an­legt og auðvelt að sigr­ast á,” sagði áhrifa­vald­ur­inn í mynd­bandi sem hún birti á Youtu­be á mánu­dag.

Hel­big sem stát­ar af yfir 2,6 millj­ón­um fylgj­enda á síðunni sagði einnig að æxlið hafi verið upp­götvað í vinstra brjósti henn­ar fyr­ir um það bil ein­um mánuði síðan og að frétt­irn­ar hafi að sjálf­sögðu verið „sjokk­er­andi og súr­realísk­ar.“

Hel­big mun und­ir­gang­ast sex lot­ur af lyfjameðferð auk skurðaðgerðar og horm­ónameðferðar.

mbl.is