Makríll í íslenskri lögsögu

Barði NK landaði 1.100 tonn af makríl og síld.
Barði NK landaði 1.100 tonn af makríl og síld. Ljósmynd/Smári Geirsson

Barði NK kom til Nes­kaupstaðar í morg­un með 1.100 tonn af mak­ríl og síld, seg­ir á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Um er að ræða eig­in afla Barða NK og afla þeirra fjög­urra skipa sem hann er í veiðisam­starfi með. Afl­inn fékkst í ís­lenskri lög­sögu og kem­ur fram á heimasíðunni að það sé fagnaðarefni að mak­ríll skuli veiðast þar.

Þorkell Pét­urs­son, skip­stjóri á Barða, er vongóður um fram­hald mak­ríl­veiðanna.

„Í afl­an­um sem við vor­um að koma með er of hátt hlut­fall af ís­lenskri síld. Mak­ríll­inn mun fara í mann­eld­is­vinnslu en síld­in fer til mjöl- og lýs­is­vinnslu. Við vor­um áður úti í Smugu en þar var mjög dauft yfir veiðunum. Skip­in færðu sig inn í ís­lensku lög­sög­una og þá var byrjað að toga í kant­in­um út af Breiðdals­grunni, en þar reynd­ist mik­il síld vera í afl­an­um. Þá færðu skip­in sig vest­ar. Byrjað var að toga við Lóns­dýpið og endað við Horna­fjarðardýpið og þá var mak­ríl­hlut­fallið í afl­an­um mun betra,“ er haft eft­ir Þor­keli á heimasíðunni.

Mak­ríll­inn 500 grömm að stærð

„Það er erfitt að greina hvort um er að ræða mak­ríl eða síld og þess­ar teg­und­ir eru blandaðar á þess­um slóðum. Nú eru frétt­ir af fiski að ganga úr fær­eysku lög­sög­unni og inn í þá ís­lensku og þar hlýt­ur mak­ríll að vera á ferðinni. Skip­in eru þegar kom­in þangað. Mak­ríll­inn sem við erum með núna er hinn fal­leg­asti fisk­ur, en hann er um 500 grömm að stærð,“ er haft eft­ir hon­um á heimasíðunni.

„Ég held að menn séu bara bjart­sýn­ir á fram­haldið og það er óhemju já­kvætt að mak­ríll­inn veiðist í ís­lenskri lög­sögu. Hann virðist vera held­ur seinna á ferðinni en stund­um áður en ég held að þetta komi allt sam­an. Það verður lík­lega klárað að landa í nótt og þá verður haldið rak­leiðis til veiða á ný,“ er loks haft eft­ir Þor­keli.

mbl.is