Skipstjórar hvalveiðibáta fá ekki miskabætur

Hvalur níu á siglingu í Hvalfirði.
Hvalur níu á siglingu í Hvalfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur sýknað Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofu í máli tveggja skip­stjóra hval­veiðiskipa sem kröfðust miska­bóta vegna stjórn­sýslu­eft­ir­lits stofn­an­anna við hval­veiðar. Um er að ræða tvo dóma í mál­um mann­anna sem féllu 27. júní en voru birt­ir í dag. Dóm­arn­ir eru nán­ast sam­hljóma. 

Skip­stjór­arn­ir kröfðust hvor um sig að fá greidd­ar tvær millj­ón­ir kr. í bæt­ur.

Viðvar­andi mynd­bands­upp­tök­ur

Málið er sprottið af eft­ir­liti með vel­ferð dýra við veiðar á hvöl­um síðsum­ars og haustið 2022. Menn­irn­ir voru skip­stjór­ar á hval­veiðibát­un­um Hval 8 og Hval 9 á vertíðinni það ár, en bát­arn­ir eru gerðir út af Hval hf.

Skip­stjór­arn­ir kröfðu Mat­væla­stofn­un og Fisku­stofu óskipt um miska­bæt­ur vegna stjórn­sýslu­eft­ir­lits stefndu, einkum í formi viðvar­andi mynd­bands­upp­takna á snjallsíma þ.á m. af skip­stjór­un­um. Þeir töldu eft­ir­litið án full­nægj­andi laga­stoðar. Jafn­framt bryti það gegn per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf.

Fól hvorki í sér ra­f­ræna vökt­un né vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga

Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofa taldi að sýkna bæri stofn­an­irn­ar af öll­um kröf­um skip­stjór­anna enda væri ljóst að þeirra mati að skip­stjór­arn­ir hefðu ekki orðið fyr­ir þeim miska sem dóm­krafa þeirra byggðist á.

Að þeirra mati var það eft­ir­lit sem lög um vel­ferð dýra heim­il­ar ekki talið hafa falið sér ra­f­ræna vökt­un auk þess sem ekki hafi verið um að ræða vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga um skip­stjór­ana í tengsl­um við slíkt eft­ir­lit. Í öllu falli var því mót­mælt að skip­stjór­arn­ir hefðu sýnt fram á að skil­yrði ákvæðis 26. gr. skaðabóta­laga teld­ist upp­fyllt þannig að til greiðslu miska­bóta geti komið úr hendi Mat­væla­stofn­un­ar og Fiski­stofu. Þá var því mót­mælt að eft­ir­lit með dýra­vel­ferð í tengsl­um við hval­veiðar á skip­un­um hefðu brotið í bága við meðal­hófs­reglu stjórn­skip­un­ar- og stjórn­ar­fars­rétt­ar.

Viðvera eft­ir­lits­mann­anna ekki verið um­fram til­efni eða heim­ild­ir

Að mati dóms­ins sýndu skip­stjór­an­ir ekki fram á að viðvera eft­ir­lits­mann­anna hefði verið um­fram til­efni eða um­fram heim­ild­ir. Þar með höfðu þeir ekki held­ur sýnt fram á að viðver­an og þar með eft­ir­litið hefði gengið gegn meðal­hófi.

„Þvert á móti þykja stefndu hafa rennt stoðum und­ir að viðver­an og eft­ir­litið hafi ekki verið um­fram til­efnið og ekki hafi verið brotið gegn meðal­hófs­reglu. Þá get­ur hér ekki skipt máli að í leyfi Hvals hf. og lög­um og regl­um um hval­veiðar komi fram að Hval­ur hf. og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sæti til­teknu eft­ir­liti, en það eft­ir­lit lýt­ur að öðrum þátt­um en dýra­vel­ferð. Verður þannig hvorki fall­ist á að það eft­ir­lit sem mælt er fyr­ir um í reglu­gerð nr. 917/​2022 gangi gegn meðal­hófs­reglu, né held­ur eft­ir­litið sem fram­kvæmt var á grund­velli reglu­gerðar­inn­ar,“ að því er seg­ir í dómi héraðsdóms. 

Fyr­ir­mæl­um per­sónu­vernd­ar­laga ekki fylgt að öllu leyti

Skip­stjór­arn­ir héldu því fram í sín­um mála­til­búnaði að með eft­ir­lit­inu hefði verið brotið gegn per­sónu­vernd þeirra og þeim regl­um sem þar um giltu. Þarna hefði ber­sýni­lega verið um ra­f­ræna vökt­un að ræða. 

Það er aft­ur á móti mat dóms­ins að ekki hafi verið um ræða ra­f­ræna vökt­un. Þá sé það að mati dóms­ins jafn­ljóst að ekki sé um að ræða viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar í skiln­ingi laga.

„Hins veg­ar hafa stefndu ekki sýnt fram á það að öllu leyti að fyr­ir­mæl­um per­sónu­vernd­ar­laga hafi verið fylgt við um­rætt eft­ir­lit. Þannig hef­ur ekki verið sýnt fram á það form­lega að til­kynn­ing­um til stefn­anda hafi verið sinnt, þó svo að hon­um hafi verið ljóst að verið var að taka upp mynd­skeið og í hvaða til­gangi. Þá ligg­ur ekki fyr­ir að ör­yggi per­sónu­upp­lýs­ing­anna hafi verið tryggt með því að taka mynd­skeiðin upp á farsíma og hlaða þeim svo inn í far­tölvu á veg­um stefnda Fiski­stofu,“ seg­ir í dómi héraðsdóms. 

„Sést þetta best á því að hluti mynd­skeiðanna hef­ur ratað í fjöl­miðla, en á því eru ekki skýr­ing­ar. Þá hef­ur ekki held­ur komið fram með full­nægj­andi hætti að mati dóms­ins hver var ábyrgðaraðili í skiln­ingi 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/​2018, auk þess að ekki ligg­ur fyr­ir að fræðslu­skyldu hafi verið sinnt gagn­vart stefn­anda um­fram það sem áður seg­ir. Á hinn bóg­inn verður ekki falll­ist á að farið hafi verið gegn meðal­hófi við eft­ir­litið og söfn­un upp­lýs­ing­anna eins og áður seg­ir.

Þannig ligg­ur fyr­ir að stefndu hafa sýnt fram á að þörf hafi verið á eft­ir­lit­inu og það hafi ekki verið úr hófi. Þá verður jafn­framt litið til þess að á mynd­skeiðunum verður ekki bet­ur séð en að stefn­andi sé auka­atriði og að mynda­tak­an hafi fyrst og fremst beinst að veiðunum sjálf­um, en ekki stefn­anda, þó óhjá­kvæmi­legt sé að mynda hann í leiðinni.“

Það er því niðurstaða dóms­ins að hafna öll­um máls­ástæðum skip­stjór­anna nema því að regl­um per­sónu­vernd­ar­laga hefði ekki verið fylgt að öllu leyti við um­rætt eft­ir­lit.

Þótti óþægi­legt að láta mynda sig

Dóm­stóll­inn seg­ir að í stefnu skip­stjór­anna hafi verið mjög rýr rök­stuðning­ur og um­fjöll­un um þann miska sem þeir sögðust hafa orðið fyr­ir, en við aðalmeðferð kom fram að þeim hafi þótt óþægi­legt að vita til þess að verið væri að mynda þá við vinnu sína.

„Eins og áður seg­ir fel­ast ekki viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar í hinum um­deildu mynda­tök­um. Við mynda­tök­urn­ar var stefn­andi við vinnu sína en ekki að sinna per­sónu­leg­um er­ind­um eða raun­veru­legu einka­lífi sínu og sjaldn­ast þekkj­an­leg­ur. Að öllu fram­an­greindu virtu er það mat dóms­ins að þau frá­vik sem urðu við um­rætt eft­ir­lit gagn­vart ákvæðum per­sónu­vernd­ar­laga séu ekki svo veiga­mik­il eða íþyngj­andi gagn­vart stefn­anda að þau geti tal­ist vera ólög­mæt mein­gerð gegn frelsi, friði, æru eða per­sónu stefn­anda. Af þessu leiðir að sýkna ber stefndu af öll­um kröf­um stefn­anda,“ seg­ir í niður­stöðukafla dóm­anna tveggja. 

mbl.is