Sokkaæfing Önnu Mörtu kemur þér í dúndurform

Anna Marta Ásgeirsdóttir frumkvöðull og líkamsræktarþjálfari veit nákvæmlega hvernig best er að koma sér í form. Fólk þarf oft ekki þung lóð eða rándýr líkamsræktartæki til þess að koma skrokknum í toppform. Í þessari æfingu er nóg að vera bara í sokkum, ekki rándýrum íþróttaskóm, og best að gera æfinguna á parketi. 

Þessi æfing þjálfar neðri hluta líkamans. 

  • Hver styrktaræfing er gerð tíu sinnum á hvorri hlið. 
  • Unnið er hægt og rólega. 
  • Gerðu 20 hliðarstig inni á milli. 
  • Hver lota inniheldur 8 æfingar. 
  • Gerðu 3-6 lotur eða meira. 
  • Hvíldu eftir hverja lotu í eina til tvær mínútur. 
  • Njóttu þess að gera æfingarnar hægt og rólega. 
mbl.is