Söngkonan Aubrey O'Day staðfesti þrálátan orðróm í hlaðvarpsþætti Michael Cohen, Mea Culpa, nú á dögunum.
O'Day játaði að hafa stundað villt kynlíf með Donald Trump Jr. á baðherbergi hinsegin skemmtistaðar og að það hafi verið kveikjan að framhjáhaldi parsins sem átti sér stað árið 2011, samkvæmt söngkonunni.
„Ég var að djamma á hinsegin skemmtistað þegar ég fæ skilaboð frá Trump Jr. um að hann vilji hittast. Ég svaraði honum til baka: Ég er að djamma á hinsegin skemmtistað í kvöld,“ sagði O'Day við þáttastjórnandann.
„Það kom mér mikið á óvart en Don mætti á staðinn. Ég er að tala um eitt stærsta hinsegin partí í New York–borg, þetta er risastór f***ing klúbbur,“ hélt hún áfram. „Það voru allir í g–streng eða naktir.“
Fyrrverandi MTV–stjarnan sá ekki fyrir að Trump Jr. myndi ná að slappa af og skemmta sér, en samkvæmt söngkonunni þá leið elsta syni fyrrverandi Bandaríkjaforseta mjög vel, þrátt fyrir opinberar skoðanir sínar á LGBTQIA+ samfélaginu. „Honum leið það vel að við héldum inn á baðherbergi og stunduðum kynlíf,“ sagði hún.
Samkvæmt O'Day féll parið fyrir hvort öðru við gerð raunveruleikaseríunnar Celebrity Apprentice árið 2011, en Trump Jr. var á þeim tíma kvæntur barnsmóður sinni, Vanessu Trump.
Trump Jr. er í dag trúlofaður Kimberly Guilfoyle.