60% gæsluvarðhaldsfanga erlendir ríkisborgarar

Gríðarleg fjölgun er á útlenskum föngum.
Gríðarleg fjölgun er á útlenskum föngum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

30% þeirra sem afplána dóm á Íslandi og 60% allra gæslu­v­arðhalds­fanga eru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar og hef­ur sú tala farið hratt vax­andi.

Þetta staðfest­ir Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is. Umboðsmaður Alþing­is birti á dög­un­um skýrslu þar sem meðal ann­ars kem­ur fram að er­lend­ir fang­ar segj­ast skorta túlkaþjón­ustu.

Páll seg­ir stund­um erfitt að átta sig á móður­máli sumra fanga og að auk­inn vöxt­ur í er­lend­um föng­um valdi því að oft sé erfitt að fá túlk sem tali sömu tungu fyr­ir er­lenda fanga.

„Við veit­um túlkaþjón­ustu eft­ir fremsta megni en á stund­um er erfitt að átta sig á í byrj­un hvaða tungu viðkom­andi mæl­ir á. Þá er á stund­um erfitt að fá túlk sem tal­ar viðkom­andi tungu­mál.“ seg­ir hann og bæt­ir við.

„Verk­efnið hef­ur því vaxið hratt að und­an­förnu en Fang­els­is­mála­stofn­un hyggst bæta þetta verklag bet­ur í sam­ræmi við ábend­ing­ar umboðsmanns Alþing­is.“

mbl.is