Samfelld makrílvinnsla

Í morgun var verið að landa makríl úr Margréti EA. …
Í morgun var verið að landa makríl úr Margréti EA. Vilhelm Þorsteinsson EA var kominn og beið löndunar. Ljósmynd/Smári Geirsson

Sam­felld mak­ríl­vinnsla hef­ur verið í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað að und­an­förnu. Mak­ríll­inn hef­ur feng­ist inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni.

Beit­ir NK kom aðfaranótt laug­ar­dags með 1.655 tonn og kom hann í kjöl­far Bark­ar NK sem hafði verið með 1.500 tonn. Meðal­stærð mak­ríls­ins í Beiti var vel yfir 500 gr. og var afl­inn ým­ist heilfryst­ur, haus­skor­inn eða flakaður.

Í kjöl­far Beit­is kom síðan Mar­grét EA með rúm­lega 1.100 tonn og geng­ur vel að vinna afl­ann. Þá er Vil­helm Þor­steins­son EA kom­inn til Nes­kaupstaðar með 1.445 tonn og ætti vinnsla úr hon­um að hefjast síðdeg­is.

Þegar lönd­un úr Vil­helm lýk­ur verða um 7.200 tonn af mak­ríl kom­in á land í Nes­kaupstað á vertíðinni. Að auki hef­ur síld borist á land því stund­um hef­ur mak­rílafl­inn verið dá­lítið síld­ar­blandaður.

Afla­brögð mak­ríl­skip­anna í gær voru held­ur döp­ur en í morg­un bár­ust frétt­ir af Berki NK og Barða NK í Rósag­arðinum og leit vel út með afla, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is