Síðasti dagur strandveiða er í dag og veiðarnar verða stöðvaðar frá og með morgundeginum, miðvikudaginn 12. júlí.
Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.
Þá munu öll strandveiðileyfi falla niður þegar strandveiðar verða stöðvaðar.
Skipum sem eru með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða á morgun af því gefnu að þau hafi verið með veiðileyfi áður þau fékk strandveiðileyfi.
Matvælaráðherra hafnaði beiðni Landssambands smábátaeigenda um að hækka aflaviðmið um 4.000 tonn en sambandið skoraði á ráðherra að endurskoða þá ákvörðun.