Áhyggjur af erfðamengun laxa

Villtir íslenskir laxastofnar eru í hættu vegna sjókvíaeldis.
Villtir íslenskir laxastofnar eru í hættu vegna sjókvíaeldis. mbl.is/Einar Falur

„Þegar við leik­um okk­ur að eld­in­um þá brenn­um við okk­ur.“ Þetta seg­ir Gísli Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Six Ri­vers Proj­ect, sem er með landsþekkt­ar laxveiðiár á sín­um snær­um á norðaust­ur­horni lands­ins, þar á meðal Selá og Hofsá.

Til­efni þess­ara orða er ný rann­sókn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem sýn­ir fram á erfðablönd­un villtra ís­lenskra laxa­stofna og norsks eld­islax sem er al­inn í sjókví­um við strend­ur Íslands.

Rann­sókn­in sýn­ir 4,3% erfðablönd­un í ís­lensk­um ám sem er yfir því viðmiði sem áhættumat um erfðablönd­un set­ur.

Slá­andi niður­stöður

Lands­sam­band veiðifé­laga seg­ir niður­stöðurn­ar slá­andi og að bænd­ur, veiðirétt­ar­haf­ar og all­ir sem hafi hags­muni af stang­veiði hér á landi og nátt­úru­vernd­arsinn­ar lýsi yfir mikl­um áhyggj­um af stöðu mála.

Gísli seg­ir að niðurstaða Haf­rann­sókna­stofn­un­ar nú komi ekki beint á óvart en það sé sárt að horf­ast þurfi í augu við þær og skoða verði þær í því sam­hengi að um sé að ræða nokk­urra ára gaml­ar töl­ur.

„Þannig að við vit­um ekki hvert ástandið er. Það gæti verið miklu verra.“

Erfðablönd­un 250 km frá sjókvía­eldi 

Líf­ríkið var skoðað í 89 ám um land allt en erfðablönd­un villtra laxa og eld­islaxa hef­ur verið staðfest í ám sem eru allt að 250 kíló­metr­um frá sjókvía­eldi á til­tekn­um stöðum.

Erfðablönd­un greind­ist yf­ir­leitt í minna en 50 km fjar­lægð frá eld­is­svæðum. Veiðirétt­haf­ar segja að þær niður­stöður sýni að all­ir laxa­stofn­ar lands­ins séu í hættu á að verða fyr­ir erfðablönd­un.

Meðal áa, þar sem rann­sókn­in staðfest­ir sam­neyti ís­lenskra villtra laxa og norsks eld­islax, eru Víðidalsá í Húna­vatns­sýslu, Laxá í Aðal­dal og Hofsá í Vopnafirði.

Ítar­leg um­fjöll­un um málið má sjá í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: