Ekki útilokað að bannið lengist

Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur næstu vikurnar að því að …
Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur næstu vikurnar að því að meta hvort hvalveiðar geti staðist lög um dýravelferð og lög um hvalveiðar. Samsett mynd

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra bannaði hval­veiðar tíma­bundið til 31. ág­úst en miðað við svör mat­vælaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn­um Morg­un­blaðsins er ekki hægt að úti­loka að bannið verði fram­lengt.

Starfs­hóp­ur á veg­um ráðuneyt­is­ins vinn­ur næstu vik­urn­ar að því að meta hvort hval­veiðar geti staðist lög um dýra­vel­ferð og lög um hval­veiðar.

„Frá því reglu­gerð nr. 642/​2023 var sett hef­ur ráðuneytið haft til skoðunar hvort og þá hvaða úr­bæt­ur sé hægt að gera á veiðiaðferðum og veiðarfær­um sem notaðar eru við veiðar á stór­hvel­um svo þær geti farið fram í sam­ræmi við lög nr. 55/​2013 og lög nr. 26/​1949,“ seg­ir í svari frá ráðuneyt­inu.

Skila til­lög­um um raun­hæf­ar leiðir

Sam­kvæmt svör­um ráðuneyt­is­ins á starfs­hóp­ur­inn að vinnu lok­inni að „skila ráðuneyt­inu til­lög­um að val­kost­um eða mögu­leg­um lausn­um um hvaða leiðir eru raun­hæf­ar eða mögu­leg­ar.“

Ekki verður annað skilið á þess­um svör­um en að hið „tíma­bundna hval­veiðibann“ verði ekk­ert endi­lega tíma­bundið.

Það er að segja ef starfs­hóp­ur ráðuneyt­is­ins kemst að þeirri niður­stöðu að ekki sé hægt að stunda hval­veiðar sem sam­ræm­ast lög­um um vel­ferð dýra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: