Barði NK með 1.340 tonn af makríl

Barði NK landaði 1.340 tonn af makríl og síld.
Barði NK landaði 1.340 tonn af makríl og síld. Ljósmynd/Smári Geirsson

Barði NK kom til Nes­kaupstaðar í gær með 1.340 tonna mak­ríl­farm og hófst vinnsla á hon­um strax að þrif­um lokn­um í gær­kvöldi.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Þá hafði Há­kon EA landað rúm­lega 600 tonn­um af fryst­um mak­ríl í frystigeymsl­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar í gær.

Fisk­ur­inn aðallega heilfryst­ur

Í færsl­unni kem­ur fram að verið var að vinna mak­ríl úr Vil­helm Þor­steins­syni EA í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Fisk­ur­inn úr Vil­helm er mjög góður og er að mestu heilfryst­ur, seg­ir í færsl­unni.

Skip­in sem landa hjá Síld­ar­vinnsl­unni og eru í veiðisam­starfi toguðu í fyrra­dag í 8–11 tíma og var afli þeirra mis­jafn eða frá 130 tonn­um og upp í 480 tonn. Alls var dælt tæp­lega 1.000 tonn­um um borð í Barða í fyrra­dag.

Besti fisk­ur vertíðar­inn­ar

Geir Sig­urpáll Hlöðvers­son, rekstr­ar­stjóri fiskiðju­vers­ins, seg­ir að fisk­ur­inn, sem var verið að vinna úr Vil­helm, sé sá besti sem borist hef­ur á vertíðinni.

„Í hon­um er lít­il áta og hann er mjög gott hrá­efni. Þetta er besti farm­ur­inn sem við höf­um fengið til vinnslu á vertíðinni og erum við að heilfrysta á fullu. Það er átu­magnið sem skipt­ir mestu. Þegar átan minnk­ar verður hrá­efnið betra. Von­andi verður þetta svona áfram,“ er haft eft­ir Geir Sig­urpáli í til­kynn­ing­unni.

mbl.is