Klæddi sig niður fyrir Barbí

Sam Smith fangaði athygli frumsýningargesta Barbie í Lundúnum.
Sam Smith fangaði athygli frumsýningargesta Barbie í Lundúnum. Ljósmynd/AFP

Söngvarinn Sam Smith fangaði athygli gesta og gangandi á frumsýningu kvikmyndarinnar Barbie í Lundúnum á dögunum. 

Smith, sem er þekktur fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali sínu, klæddi sig niður í tilefni frumsýningarinnar og mætti í dökkblárri 16 XL háskólapeysu og pokalegum gallabuxum sem tónaði ekki við bleika dregilinn né Barbí-andrúmsloftið. 

Netverjar gerðu óspart grín að söngvaranum, sem á lag í kvikmyndinni um vinsælu Mattel-dúkkuna, í kjölfar mynda sem birtar voru af Smith á bleika dreglinum, en mörgum þótti söngvarinn sýna aðstandendum og aðdáendum kvikmyndarinnar óvirðingu með fatavali sínu. 

„Wtf! Smith valdi frumsýningu Barbie til að klæðast þessu, bara skrýtnum venjulegum fötum!“, skrifaði einn netverji, sem skildi hvorki upp né niður í söngvaranum. „Hættu þessu, Smith! Þetta er ekkert annað en voðaverk,“ skrifaði annar. 

View this post on Instagram

A post shared by SAM SMITH (@samsmith)

View this post on Instagram

A post shared by SAM SMITH (@samsmith)

View this post on Instagram

A post shared by SAM SMITH (@samsmith)

mbl.is