Tæplega 42% ánægð með ákvörðun Svandísar

Þremur dögum eftir ákvörðun ráðherra hóf Gallup að kanna viðhorf …
Þremur dögum eftir ákvörðun ráðherra hóf Gallup að kanna viðhorf almennings til bannsins. Samsett mynd

Tæp­lega 42% eru ánægð með ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ág­úst, sam­kvæmt niður­stöðum Þjóðar­púls Gallup. Rúm­lega 39% eru óánægð með ákvörðun­ina.

Liðlega 19% eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðun­ina og þá tóku tæp­lega 8% ekki af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar. Heild­ar­úr­tak var 1.696 og þátt­töku­hlut­fall 51,2%

Hval­veiðitíma­bil átti að hefjast 21. júní en dag­inn áður var greint frá ákvörðun mat­vælaráðherra um tíma­bundna stöðvun hval­veiða. Ákvörðunin var tek­in í kjöl­far álits fagráðs um vel­ferð dýra þar sem fram kom að aðferð við veiðar á stór­hvel­um væri ekki í sam­ræmi við mark­mið laga um vel­ferð dýra.

Þrem­ur dög­um eft­ir ákvörðun ráðherra hóf Gallup að kanna viðhorf al­menn­ings til banns­ins.

Yngra fólk ánægðara

Fram kem­ur að kon­ur séu ánægðari en karl­ar með ákvörðun ráðherra og fólk sé ánægðara með hana eft­ir því sem það er yngra. Þá eru íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins ánægðari með ákvörðun­ina en íbú­ar á lands­byggðinni.

Þau sem kysu Vinstri græn, Sósí­al­ista­flokk­inn, Sam­fylk­ing­una eða Pírata ef kosið yrði til Alþing­is í dag eru lík­leg­ust til að vera ánægð með ákvörðun ráðherra. Þau sem kysu Miðflokk­inn eru lík­leg­ust til að vera óánægð með ákvörðun­ina, en þar á eft­ir koma þau sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Þá eru þau sem hafa lokið há­skóla­mennt­un ánægðari með ákvörðun­ina en þau sem hafa minni mennt­un að baki.

Niður­stöðurn­ar eru úr net­könn­un sem Gallup gerði dag­ana 23. júní til 2. júlí. Ein­stak­ling­ar í úr­taki voru vald­ir af handa­hófi úr viðhorfa­hópi Gallup.

mbl.is