„Ég er væntanlega ósammála því“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins..
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.. Samsett mynd

„Ég er vænt­an­lega ósam­mála því þegar það er talað um að það sé ekki laga­grund­völl­ur fyr­ir því sem ég er að gera í mínu ráðuneyti. Ég hef tjáð mig um það áður að ég hef langa reynslu úr ráðuneyt­um og sjald­an hef­ur verið gripið til ráðstöf­un­ar með eins traust­um, fag­leg­um og lög­fræðileg­um grunni eins og þarna.“

Þetta seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra um gagn­rýni Óla Björns Kára­son­ar, þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem birt­ist í Morg­un­blaðinu þann 4. júlí. 

Vís­ar um­mæl­um á bug

Óli Björn lýsti því yfir að Svandís hafi kastað blautri tusku í and­lit allra þing­manna sam­starfs­flokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar með stöðvun sinni á hval­veiði þann 20. júní degi áður en hval­veiðar áttu að hefjast. 

Það er póli­tísk­ur barna­skap­ur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á sam­starfið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli mat­vælaráðherra og stjórn­arþing­manna er lítið og það mun hafa áhrif á sam­starf þeirra á kom­andi mánuðum,“ skrifaði hann.

Svandís vís­ar öll­um staðhæf­ing­um og um­mæl­um Óla á bug.

Í sam­skipt­um við Hval hf.

Svandís seg­ir ekk­ert nýtt vera að frétta af hval­veiðibann­inu og að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eigi að fram­lengja bannið eða ekki.

„Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um næstu skref. Við erum núna í sam­skiptafasa í sam­ræmi við það sem lá fyr­ir 20. júní. Það er að fara þess á leit við Hval hf. að greina frá því hvort það séu mögu­leik­ar í stöðunni til að stunda þess­ar veiðar en byggja samt á lög­mæt­um grunni, í sam­ræmi við dýra­vel­ferðarlög­gjöf­ina.“

mbl.is