Fresta birtingu tilnefninga í stjórn um viku

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur frestað tilnefningum til stjórnar bankans í aðdraganda …
Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur frestað tilnefningum til stjórnar bankans í aðdraganda hluthafafundar um eina viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hyggst nú birta tillögur sínar til stjórnar bankans eigi síðar en 21. júlí en ekki í dag eins og nefndin hafði áður tilkynnt um.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í bankanum föstudaginn 28. júlí þar sem kosið verður í stjórn og varastjórn. Þá verður formaður stjórnar útnefndur.

Létu af störfum

All­ir þeir fimm stjórn­end­ur auk reglu­v­arðar sem komu að sölu á 22,5% hlut rík­is­ins í Íslands­banka hafa látið af störf­um. Þar af eru þrír stjórn­end­ur sem látið hafa af störf­um eft­ir að sátt var gerð við fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka Íslands upp á greiðslu 1.160 millj­ón­ir króna.

mbl.is