Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hyggst nú birta tillögur sínar til stjórnar bankans eigi síðar en 21. júlí en ekki í dag eins og nefndin hafði áður tilkynnt um.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í bankanum föstudaginn 28. júlí þar sem kosið verður í stjórn og varastjórn. Þá verður formaður stjórnar útnefndur.
Allir þeir fimm stjórnendur auk regluvarðar sem komu að sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hafa látið af störfum. Þar af eru þrír stjórnendur sem látið hafa af störfum eftir að sátt var gerð við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands upp á greiðslu 1.160 milljónir króna.