Hér er besta veðrið fyrir tjaldútilegu helgarinnar

Besta veðrið er á Suðurlandinu.
Besta veðrið er á Suðurlandinu. Samsett mynd

Íslend­ing­ar eru þekkt­ir fyr­ir að elta veðrið í sum­ar­frí­inu, þá sér­stak­lega þegar kem­ur að tjaldúti­leg­unni. Þar sem göngu­leið að gosstöðvun­um verður lokuð að minnsta kosti fram á laug­ar­dag er til­valið að skella sér í úti­legu um helg­ina. Það má þó ekki bú­ast við jafn góðu veðri og var síðustu helgi þótt sól­in muni láta sjá sig að ein­hverju leyti.

Sam­kvæmt tjald­vef Bliku verður besta veðrið hér.

Tjaldsvæðið á Hvols­velli

Á Hvols­velli er von á nokkuð góðu sum­ar­veðri yfir helg­ina. Bú­ist er við 15 gráðu hita á föstu­deg­in­um en 14 gráðum á laug­ar­deg­in­um. Hins veg­ar er spáð allt að 17 gráðum á sunnu­deg­in­um. Bú­ist er við að hálf­skýjað verði um helg­ina og eru eng­ir rign­ing­ar­drop­ar í kort­un­um.

Tjaldsvæðið á Hvols­velli er á hægri hönd þegar keyrt er inn á Hvolsvöll úr vestri. Svæðið er gam­al­gróið og af­girt með ösp­um, auk þess sem hver flöt er af­stúkuð með trjám. Á svæðinu eru þrjú aðstöðuhús þar sem meðal ann­ars má finna sturtu-, upp­vösk­un­ar- og eld­un­araðstöðu. Aðgengi er í kalt og heitt vatn, raf­magn, gjald­skyld­ar sturt­ur og eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Tjaldsvæðið á Hvolsvelli.
Tjaldsvæðið á Hvols­velli. Ljós­mynd/​Tjalda.is

Tjaldsvæðið við Gaddstaðaflat­ir

Við Gaddstaðaflat­ir við Hellu er von á nokkuð góðu sum­ar­veðri yfir helg­ina. Bú­ist er við 15 gráðu hita á föstu­deg­in­um en aðeins kald­ara verður á laug­ar­deg­in­um, eða 14 gráður. Hins veg­ar er spáð allt að 17 gráðum á sunnu­deg­in­um. Bú­ist er við að hálf­skýjað verði alla helg­ina og ekki vott­ur af rign­ingu í kort­un­um.

Tjaldsvæðið við Gaddstaðaflat­ir er rúm­gott og með nýju sal­ern­is­húsi. Þar er einnig gott aðstöðuhús þar sem er eld­un­araðstaða. Tjaldsvæðið er fjarri skarkala Hellu en samt er mjög stutt í alla þjón­ustu bæj­ar­ins. Aðgengi er að köldu og heitu vatni, raf­magni og eru hund­ar leyfðir á svæðinu. Ekki er sturtuaðstaða en stutt er í sund­laug­ina á Hellu.

Séð yfir Hellu.
Séð yfir Hellu. Ljós­mynd/​South.is

Tjaldsvæðið Hraun­borg­um

Bú­ist er við 14 gráðu hita á föstu­deg­in­um en aðeins kald­ara verður á laug­ar­deg­in­um, eða 13 gráður. Hins veg­ar er spáð allt að 16 gráðum á sunnu­deg­in­um. Bú­ist er við að hálf­skýjað verði alla helg­ina og ekki vott­ur af rign­ingu í kort­un­um.

Tjaldsvæðið í Hraun­borg­um er skjólgott og þar er góð aðstaða fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur. Aðgengi er að köldu og heitu vatni, raf­magni og eru hund­ar leyfðir á svæðinu. Sund­laug er rétt hjá svæðinu svo þar er hægt að fara í sturtu. 25 ára ald­urstak­mark er á tjaldsvæðinu, nema í fylgd með full­orðnum.

Séð yfir Hraunborgir.
Séð yfir Hraun­borg­ir. Ljós­mynd/​Face­book

Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni

Bú­ist er við 14 gráðu hita bæði föstu­dag og laug­ar­dag. Hins veg­ar er spáð allt að 16 gráðum á sunnu­deg­in­um. Bú­ist er við að hálf­skýjað verði alla helg­ina, nema á sunnu­deg­in­um er von á heiðskír­um himni, og ekki vott­ur af rign­ingu í kort­un­um.

Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni er skjól­sælt og rúm­gott. Gott leik­svæði er fyr­ir börn og einnig er þar fót­bolta­völl­ur. Aðgengi er að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsri sturtu og eru hund­ar leyfðir á svæðinu. Ald­urstak­mark er 20 ár og er mikið lagt upp úr því að gest­ir geti sofið rótt á næt­urn­ar.

Tjaldsvæðið á Laugarvatni.
Tjaldsvæðið á Laug­ar­vatni. Ljós­mynd/​Blika.is

Upp­fært klukk­an 11:46: Tjaldsvæðið í Vatns­holti er ekki opið nema fyr­ir bókaða hópa í tengsl­um við hót­elið og hef­ur því verið tekið út af þess­um lista. Beðist er af­sök­un­ar á mis­tök­un­um.

mbl.is