Strandveiðifélag Íslands boðar til mótmæla

Mynd úr safni sem tekin er á Bolungarvík.
Mynd úr safni sem tekin er á Bolungarvík. mbl.is/Árni Sæberg

Strand­veiðifé­lag Íslands boðar til mót­mælaaðgerða vegna stöðvun­ar á strand­veiðum.  

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu viðburðar sem Strand­veiðifé­lagið efn­ir til.

Þá kem­ur fram að safn­ast verður sam­an við Hörpu á morg­un, laug­ar­dag, klukk­an 12 og gengið að Aust­ur­velli. Strand­veiðifé­lagið hvetji vini og vel­unn­ara til að mæta og mót­mæla stöðvun um­hverf­i­s­vænstu fisk­veiða við Íslands strend­ur, kem­ur fram.

Stöðvun­in sé reiðarslag fyr­ir strand­veiðimenn og brot­hætt­ar byggðir hring­inn í kring­um landið. 

Trillu­karl­ar og kon­ur eru hvött til að klæðast sjó­stökk­um, seg­ir á Face­book-síðu viðburðar­ins.

mbl.is