Tveir ráðuneytismenn í hópnum

Tveir meðlimir eru undirmenn Svandísar og hinir tveir vinna hjá …
Tveir meðlimir eru undirmenn Svandísar og hinir tveir vinna hjá stofnunum sem heyra undir ráðuneyti Svandísar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Starfs­hóp­ur skipaður af Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra hef­ur frest til 23. ág­úst til að skila til­lög­um um val­kosti eða mögu­leg­ar lausn­ir til að fækka frá­vik­um við veiðar á langreyðum. Einnig á hóp­ur­inn að meta til­lög­ur sem áður hafa komið fram.

Þetta kem­ur fram í skip­un­ar­bréfi sem var sent á meðlimi hóps­ins en þar sitja Jón Þránd­ur Stef­áns­son sem er starfsmaður hjá mat­vælaráðuneyt­inu og formaður hóps­ins, Ásgerður Snæv­arr starfsmaður hjá mat­vælaráðuneyt­inu, Þóra Jón­as­dótt­ir starfsmaður hjá Mat­væla­stofn­un og Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir starfsmaður hjá Fiski­stofu.

Tveir meðlim­ir eru því und­ir­menn Svandís­ar og hinir tveir vinna hjá stofn­un­um sem heyra und­ir ráðuneyti Svandís­ar.

Mik­il­vægt að hafa hraðar hend­ur

Í bréf­inu seg­ir að mik­il­vægt sé að hafa hraðar hend­ur svo að hægt sé að setja á nýja reglu­gerð um fram­hald hval­veiða fyr­ir 1. sept­em­ber, áður en hval­veiðar geta haf­ist að nýju.

Kom­ist starfs­hóp­ur­inn að þeirri niður­stöðu á næstu vik­um að hægt sé að stunda hval­veiðar sem sam­ræm­ast lög­um um vel­ferð dýra skuli fella á brott reglu­gerð sem bannaði hval­veiðar tíma­bundið.

Í skip­un­ar­bréf­inu er rakið álit fagráðs um vel­ferð dýra og sagt að leggja þurfi aft­ur spurn­ing­ar fyr­ir sér­fræðinga um hvort hægt sé að stunda hval­veiðar inn­an ramma laga um vel­ferð dýra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: