Var hræddur við aldursmuninn

Stanley Tucci ásamt eiginkonu sinni, Felicity Blunt.
Stanley Tucci ásamt eiginkonu sinni, Felicity Blunt. ANDREW BURTON

Banda­ríski leik­ar­inn Stanley Tucci reyndi að slíta sam­vist­um við nú­ver­andi eig­in­konu sína, Felicity Blunt, áður en parið gekk í hjóna­band af ótta við ald­urs­mun hjón­anna, en 21 ár aðskil­ur Tucci og Blunt. 

Tucci, 62 ára, er eins og fram hef­ur komið 21 ári eldri en Blunt, sem er eldri syst­ir leik­kon­unn­ar Em­ily Blunt. Parið gifti sig árið 2012, þrem­ur árum eft­ir að fyrsta eig­in­kona leik­ar­ans, Kate Tucci, lést eft­ir erfiða bar­áttu við brjóstakrabba­mein. 

„Ég var hrædd­ur við að skuld­binda mig og gefa af mér og reyndi því ít­rekað að slíta sam­band­inu,“ sagði Tucci í viðtali við BBC 4 á dög­un­um. „Ég er 21 ári eldri en hún og vildi ekki líða sem ég væri gam­all maður það sem eft­ir væri,“ hélt hann áfram.

Tucci var óviss um það hvort hann færi í al­var­legt sam­band eft­ir makam­issinn, en Blunt hef­ur breytt lífi hans til hins betra. 

Hjóna­korn­in kynnt­ust fyrst á rauða dregl­in­um árið 2006 þegar kvik­mynd­in The Devil We­ars Prada var frum­sýnd, en þau hitt­ust á ný í brúðkaupi leik­ar­anna Em­ily Blunt og John Kras­inski árið 2010. 

Tucci er fimm barna faðir, með tveim­ur eig­in­kon­um. Var gift­ur Kate Tucci frá 1995 þar til hún lést árið 2009 og á með henni þrjú börn, tví­bura­dæt­urn­ar Isa­bel og Nicolo, 23 ára, og Camillu, 21 árs. Með Blunt á leik­ar­inn tvö börn, Matteo Oli­ver, átta ára, og Em­iliu Gi­ovönnu, fimm ára. 

mbl.is