Leo og Ása hjón í eitt ár

Leo Alsved og Ása Steinarsdóttir gengu í hjónaband hinn 16. …
Leo Alsved og Ása Steinarsdóttir gengu í hjónaband hinn 16. júlí 2022 við fallega athöfn í Króatíu. Ljósmynd/Ása Steinars

Eitt ár er liðið frá því ferðaljós­mynd­ar­inn Ása Stein­ars­dótt­ir og Leo Als­ved gengu í það heil­aga í sann­kölluðu drauma­brúðkaupi á eyj­unni Vis í Króa­tíu. Eyj­una kann­ast marg­ir við úr kvik­mynd­inni Mamma Mia, en þar er að finna fal­leg­ar strend­ur, arki­tekt­úr frá 17. öld og ein­stakt lands­lag.

Ása birti fal­lega myndaröð frá brúðkaup­inu í til­efni dags­ins í gær. Það hef­ur verið nóg að gera hjá Ásu und­an­farna daga, en hún hef­ur verið önn­um kaf­in við að mynda eld­gosið við Litla-Hrút.

Héldu upp á brúðkaup­saf­mælið í hús­bíl

„Í dag höld­um við upp á brúðkaup­saf­mælið okk­ar í hús­bíln­um okk­ar. Svo það er „vanni­versity“. Við erum líka að opna bréf sem brúðkaups­gest­ir okk­ar skrifuðu til okk­ar fyr­ir ári síðan sem við sögðum þeim að við mynd­um lesa í dag,“ skrifaði Ása meðal ann­ars við færsl­una.

„Ég fékk fullt af hug­mynd­um frá ykk­ur um að skapa hefðir í kring­um þenn­an dag. Ég elskaði þá hug­mynd að gera eitt­hvað í brúðar­kjóln­um til að gefa hon­um lengri ævi og halda upp á þenn­an dag,“ bætti hún við. 

mbl.is