„Þetta er bara heppni og hittir vel á“

Venus NS hefur borið mestan makríl til hafnar það sem …
Venus NS hefur borið mestan makríl til hafnar það sem af er vertíð, en hún er nýhafin. mbl.is/Börkur Kjartansson

Mak­ríl­vertíðin byrj­ar vel hjá Ven­usi NS, upp­sjáv­ar­skipi Brims, en skipið hef­ur landað 3.245 tonn­um af mak­ríl sem er langt­um meira en flest önn­ur skip. Vertíðin er nýhaf­in og hafa flest skip náð að ljúka fyrstu lönd­un, en Ven­us hef­ur landað tvisvar og þá á Vopnafirði í bæði skipti.

Ven­us er nú á leið til hafn­ar á Vopnafirði til lönd­un­ar í þriðja sinn. „Veiðin er búin að vera rosa­lega mis­jöfn en þetta hef­ur gengið ágæt­lega. Núna erum við með um 1.450 til 1.500 tonn af mak­ríl og um 70 tonn síld.“ seg­ir Berg­ur Ein­ars­son, skip­stjóri á Ven­usi, í sam­tali við 200 míl­ur.

Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS.
Berg­ur Ein­ars­son, skip­stjóri á Ven­usi NS. Ljós­mynd/​Akra­nes­kaupstaður

Hann bend­ir á að veiðarn­ar eru stundaðar sem sam­starf þriggja upp­sjáv­ar­skipa Brims, Vík­ings AK, Svans RE og Venus­ar. „Við hjálp­umst all­ir að og skipt­ist á milli hver fer í land.“ Sam­starf skipa er al­geng aðferð og er því Berg­ur spurður hvað skýri það að Afl­inn hafi verið eins góður og raun ber vitni. „Þetta er bara heppni og hitt­ir vel á.“

Ven­us tók einn túr á mak­ríl­vertíðinni í Smugunni en hef­ur ann­ars verið á veiðum aust­ur af Íslandi. „Það er búið að vera hund­leiðin­legt veður. Það voru komn­ir 20 metr­ar þegar við lögðum af stað heim í nótt. Það er búin að vera leiðinda norður- og norðaustangaddi, það hent­ar ekki vel til mak­ríl­veiða. Það er ánægju­legt hvað flot­inn hef­ur náð að veiða hérna inni í ís­lenskri lög­sögu. Það skipt­ir mjög miklu máli og þetta er al­veg rosa­lega fal­leg­ur fisk­ur,“ seg­ir Berg­ur.

Fjöldi skipa á miðunum

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­in hafa þegar landað 22.100 tonn af mak­ríl sem er um 15% af heild­arkvóta vertíðar­inn­ar. Eft­ir eru 121.667 tonn, sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Á eft­ir Ven­usi fylg­ir Vil­helm Þor­steins­son EA með 2.772 tonn og svo Vík­ing­ur AK með 1.969 tonn. Síld­ar­vinnslu­skip­in Beit­ir NK og Börk­ur NK eru með fjórða og fimmta mesta afla það sem af er mak­ríl­vertíð, Beit­ir með 1.623 tonn og Börk­ur mep 1.504 tonn.

Fjöldi skipa er nú á miðunum rétt aust­ur af land­inu, norðaust­ur af Rauðatorg­inu svo­kallaða.

mbl.is